UEFA hefur staðfest á vef sínum að Víkingur muni leika heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á Kópavogsvelli en leikið verður snemma dags.
Ekki er hægt að leika á Laugardalsvelli en þar eruframkvæmdir á döfinni þar, skipta á um undirlag. Víkingsvöllur er ekki löglegur í keppnina en einnig kom til greina að leika í Færeyjum. Það gekk ekki heldur upp því UEFA vildi ekki færa leikina úr landi.
UEFA hafði gert kröfu á að sett yrðu upp bráðabirgða flóðljós við Kópavogsvöll svo hægt yrði að leika leikina á vellinum en það þótti of mikil framkvæmd eftir að það var skoðað.
Því er lausnin að spila leikina snemma dags á Kópavogsvelli, í dagsbirtu, en þannig verður leikur liðsins gegn Djurgarden 12 desember spilaður klukkan 13:00 en leikirnir í október og nóvember 14:30.
Fimmtudagur 24. október
14:30 Víkingur - Cercle Brugge (Kópavogsvöllur)
Fimmtudagur 7. nóvember
14:30 Víkingur - Borac (Kópavogsvöllur)
Fimmtudagur 12. desember
13:00 Víkingur - Djurgarden (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir