Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   lau 07. september 2024 11:25
Hafliði Breiðfjörð
Víkingar í vandræðum með ríkið og Reykjavíkurborg - 85% á að heimaleikir þeirra fari til Færeyja
Ríki og borg hittust á Laugardalsvelli á mánudaginn vegna Laugardalsvallar. Víkingar kalla eftir að sömu aðilar standi sína plykt með heimaleiki þeirra í Sambandsdeild Evrópu sem gætu endað í Færeyjum.
Ríki og borg hittust á Laugardalsvelli á mánudaginn vegna Laugardalsvallar. Víkingar kalla eftir að sömu aðilar standi sína plykt með heimaleiki þeirra í Sambandsdeild Evrópu sem gætu endað í Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn glæsilegi Tórsvöllur í Færeyjum gæti orðið næsti heimavöllur Víkings.
Hinn glæsilegi Tórsvöllur í Færeyjum gæti orðið næsti heimavöllur Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings er hér í miðjunni.
Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings er hér í miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kópavogsvöllur, heimavöllur Breiðabliks er álitlegasti kosturinn á Íslandi að mati UEFA. Það mun kosta verulegar fjárhæðir að gera hann kláran í leikina.
Kópavogsvöllur, heimavöllur Breiðabliks er álitlegasti kosturinn á Íslandi að mati UEFA. Það mun kosta verulegar fjárhæðir að gera hann kláran í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í Laugardalnum í vikunn. Þeir þurfa að vinna hratt til að tryggja að heimaleikir Víkings fari fram á Íslandi.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í Laugardalnum í vikunn. Þeir þurfa að vinna hratt til að tryggja að heimaleikir Víkings fari fram á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tórsvöllur í Færeyjum.
Tórsvöllur í Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jörundur Áki hafði sagt að framkvæmdum á Laugardalsvelli yrði frestað þyrftu Víkingar þess en UEFA samþykkir ekki Laugardalsvöll.
Jörundur Áki hafði sagt að framkvæmdum á Laugardalsvelli yrði frestað þyrftu Víkingar þess en UEFA samþykkir ekki Laugardalsvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Til greina kom að spila á Framvelli í Úlfarsárdal en það þótti ekki henta eftir skoðun.
Til greina kom að spila á Framvelli í Úlfarsárdal en það þótti ekki henta eftir skoðun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingsvöllur var strax útilokaður.
Víkingsvöllur var strax útilokaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er komið í bölvað basl með heimavallarmál í Sambandsdeildinni en eini völlurinn sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, samþykkir er Kópavogsvöllur.

Krafa UEFA er hinsvegar að farið verði í mjög kostnaðarsamar aðgerðir á Kópavogsvelli svo hægt verði að halda leikina þar. Erfiðlega gengur að fá ríki og borg að málunum svo hægt verði að greiða kostnað við þær framkvæmdir og nú stefnir allt í að liðið þurfi að færa heimaleiki sína til Færeyja.

Breiðablik var skráð til leiks á Laugardalsvelli í fyrra en þá var leigð hitapulsa svo leikvöllurinn yrði klár. Íslenska ríkið, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og KSÍ voru þá innan handar með Blikum með kostnað. Víkingum gengur illa að finna þá samstöðu núna.

Fyrsti heimaleikur þeirra verður gegn CercleBrugge 24. október, þeir fá svo FK Borac í heimsókn 7. nóvenber og Djurgarden 12. desember.

Ekki eru nema fimm dagar síðan sömu aðilar, ríkið, Reykjavíkurborg og KSÍ gerðu samstarsfsamning um uppbyggingu Laugardalsvallar til framtíðar og nú þegar komið upp stórt vandamál sem sömu aðilar hafa stuttan tíma til að leysa.

Haraldur Haraldsson framvæmdastjóri Víkings ræddi við Fótbolta.net í morgun um vallarmálin hjá Víkingum og hann var ómyrkur í máli. Hann segir Víking þegar hafa fengið samþykki ríkis og borgar í Þórshöfn í Færeyjum og líklegt að leikirnir fari fram þar ef íslenska ríkið og Reykjavíkurborg samþykkja ekki að taka þátt fyrir lok dags á mánudaginn.

Hver er staðan á vallarmálum Víkinga í Sambandsdeildinni?
„UEFA hefur gefið okkur grænt ljós á að spila á Kópavogsvelli að undangengnum ákveðnum skilyrðum sem eru sérstaklega bundin við lýsinguna á vellinum. Það er lögð mikil áhersla á að allir heimaleikir okkar fari fram á sama vellinum. Það hefur núna komið í ljós að kostnaðurinn við að græja lýsingu er á bilinu 35-50 milljónir og það er engin fjárfesting í þessum búnaði, ljósin koma inn fyrir fyrsta leik og út eftir síðasta leik, eru leigð tímabundið. Þessar tölur urðu ekki ljósar fyrr en í gær og þær standa í ráðamönnum og þá sérstaklega borginni. Víkingur á ekki þennan pening. Það er verið að senda íslenska knattspyrnu úr landi, hún er bara á götunni. Íslenskur klúbbafótbolti er á götunni."

Verður þetta þá til þess að ekki verði hægt að spila leikina á Íslandi?
„Nei, ekki nema það verði farið í þessar framkvæmdir. Þetta kostar 35-50 milljónir en inni í því er ekki vallarleiga sem ég tek út því hún lendir á Víkingi. Það mun kosta 35-50 milljónir líka ef við förum með liðið í þrjár ferðir til Færeyja í 3-4 daga í hvert sinn. Ég spyr ráðamenn, 'ætlum við að missa íslenska knattspyrnu úr landi af þessum sökum eða ætla þeir að gera eins og gert var í fyrra þar sem ríki, borg, sambandið og félagið sameinuðust um að tryggja leikvöllinn. Hér þarf að gæta jafnræðis og ég skora á þessa aðila að setjast niður og finna lausn á þessu. Við höfum lokafrest á mánudaginn."

Hvaða ráðamenn eru þetta?
„Þetta eru ríki og borg sérstaklega. Svo er það knattspyrnusambandið og félagið."

Hverjir koma að þessu fyrir hönd ríkis og borgar?
„Það er ráðherra íþróttamála, Ásmundur Einar og Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Þetta eru mennirnir sem þurfa að stíga fram fyrir skjöldu núna."

Ertu búinn að eiga samtal við ráðherra og borgarstjóra?
„Ég er búinn að eiga samtal við borgarstjóra, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Ásmundur Einar er í fríi. Ég er líka búinn að biðja þingmann Sjálfstæðismanna að taka málið áfram innan sinna raða og þeir eru að vinna í þessu. Það er mikilvægt fyrir okkur að almenningur og aðrir ráðamenn viti hvað er í gangi, það eru engin leyndarmál í þessu ferli."

Eru menn að setja fyrir sig að völlurinn sé í Kópavogi?
„Nei, fyrstu viðbrögðin sem ég fékk í samtali við Reykjavíkurborg voru 'við erum aldrei að fara að borga þetta'. Þetta gerðist allt í gær, þá kom kostnaðaráætlun í ljós og allir bara, 'Vá!'. Það var hinsvegar farið í svipaðar aðgerðir í kostnaði fyrir Breiðablik í fyrra til að tryggja að þeir gætu spilað á Íslandi. Víkingur mun hinsvegar alltaf sækja á þessa aðila þann kostnað sem fylgir því ef við förum úr landi. Um það eru fordæmi og gæta skal jafnræðis"

Voru það sömu aðilar sem samþykktu þetta í fyrra?
„Já, og þá var Kópavogsbær aðili að málinu líka."

Hvar getið þið þá spilað?
„Við erum búnir að fá staðfest vilyrði frá Færeyjingum að hýsa okkur. Það tók þá sólarhring að bjóða okkur velkomna. Borgarstjórinn og forsætisráðherrann sögðu bara ekkert mál. Það mun kosta jafnmargar krónur fyrir okkur að fara þarna út og við munum alltaf sækja það líka á þessa aðila. Þegar viljayfirlýsing um nýjan Laugardalsvöll var samin í síðustu viku benti ég á það við Reykjavíkurborg að það yrði að setja í kostnaðaráætlun hvað yrði gert fyrir Víking ef völlurinn yrði ekki leikhæfur. Samkvæmt leyfiskerfi KSÍ ber KSÍ að skaffa leikvöll á þessu stigi."

Hefur KSÍ ekki sýnt samstarfsvilja heldur?
„Jú, KSÍ er búið að vinna með okkur í þessu en það er enginn völlur tiltækur nema farið verði í þessar aðgerðir."

Nú tók ég viðtal við Jörund Áka Sveinsson fyrir rúmri viku síðan, þá starfandi framkvæmdastjóra KSÍ sem sagði að hinkra yrði með framkvæmdir á Laugardalsvelli ef Víking vantaði heimavöll. Á ekki að standa við það?
„Það er rétt, en UEFA leggur ofuráherslu á að allir leikirnir verði á sama velli og þeir treysta ekki Laugardalsvelli 12. desember. Hann var ekki leikfær hálfum mánuði fyrr í fyrra var ekki leikfær hálfum mánuði fyrr á móti Genk, hann var stórhættulegur. Það er vesenið."

Afhverju er Kópavogsvöllur eini völlurinn sem kemur til greina á Íslandi?
„Það yrði að fara í mun meiri framkvæmdir á öðrum völlum. Sérstaða þeirra er að það er aðstaða fyrir stuðningsmenn andstæðinganna í hinni stúkunnin, það er lagt mikið upp úr aðgreiningu áhorfenda. Það eru turnstiles í Kópavogi og öryggismyndavélar sem þyrfti að bæta við í Úlfarsárdal sem kom líka til greina. Við erum með það líka en okkar völlur getur aldrei tekið á móti svona leikjum. Staðan gæti reyndar breyst í dag, því bæði Valur og Breiðablik spila umspilsleiki kvennamegin ef þau komast áfram í dag. Eftir daginn gæti annað þeirra eða bæði verið í sömu sporum og við. Það er farið fram á lýsinguna þeim megin líka en leikirnir eru vissulega erfiðir. Ef Breiðablik vinnur Sporting þá fara þær áfram og Kópavogsbær kemur líka að málinu og ég hef trú á að það gæti breytt heilmiklu."

Hverjar telurðu líkurnar núna á að heimaleikir Víkings í Sambandsdeildinni verði í Færeyjum."
„Ég tel þær núna 85% en ég er að hrópa á hjálp. Við viljum ekki missa íslenskan Evrópubolta úr landi."

Þú ert að segja að ef ekkert breytist séu heimaleikir Víkings að fara til Færeyja?
„Já. Við höfum lokafrest á mánudaginn og ef ekkert gerist fyrir lok dags á mánudaginn þá erum við farin til Færeyja. Liðin sem við erum að mæta bíða við tölvuna og endurhlaða tilbúin að bóka flug og gistingu. Stuðningsmenn eru í því sama. Lokafresturinn var í gær upphaflega en við fengum hann framlengdan fram á mánudag gegn því að tilkynna Færeyjar sem tryggðan völl ef ekkert breytist fram á mánudag."

Hvernig gekk að vinna með Breiðabliki í þessu máli?
„Blikarnir eru búnir að samþykkja að við spilum í Kópavogi og við viljum þakka þeim kærlega fyrir það."

En KSÍ?
„KSÍ er búið að hjálpa okkur í þessum viðræðum og fá tilboð í lýsingu og allt það. KSÍ er ekki frekar en Víkingur að gera neitt eitt og sér hinsvegar. Það þurfa allir aðilar að setjast að borðinu og ákveða kostnaðarskiptingu. Hvort sem það verði farið í þessa lýsingu í Kópavogi eða við förum til Færeyja. Við þurfum alltaf að setjast niður og upphæðirnar eru hvort sem er ekkert ósvipaðar."

Þú ert með lokafrest á mánudaginn og við vitum hvað kerfið er svifaseint, gerist þetta nokkuð á mánudaginn?
„Þetta verður að gerast á mánudaginn, annars er þetta búið hjá okkur og við erum farnir. Það er 100% lokafrestur. Ég skora á ríkið og borgina að koma að málinu og tryggja að það verði ekki stórslys."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner