Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. október 2019 20:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Sevilla og Sociedad á sigurbraut - Espanyol í vandræðum
Luuk de Jong skoraði sigurmark Sevilla gegn Levante.
Luuk de Jong skoraði sigurmark Sevilla gegn Levante.
Mynd: Getty Images
Úr leik Stjörnunnar og Espanyol í forkeppni Evrópudeildarinnar. Espanyol er í næst neðsta sæti La Liga.
Úr leik Stjörnunnar og Espanyol í forkeppni Evrópudeildarinnar. Espanyol er í næst neðsta sæti La Liga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real Sociedad og Sevilla komust aftur á sigurbraut í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Sociedad lenti undir gegn Real Betis á 12. mínútu, en kom til baka og var staðan orðin 2-1 fyrir leikhlé. Cristian Portu gerði þriðja mark Sociedad snemma í seinni hálfleiknum og voru lokatölur 3-1.

Sociedad hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn í dag, en liðið er í fjórða sæti með 16 stig. Nabil Fekir og félagar í Betis eru í 18. sæti með níu stig.

Luuk de Jong tryggði Sevilla sigur gegn Levante með marki á 86. mínútu. Sevilla er eins og Sociedad með 16 stig, en liðið tapaði 4-0 gegn Barcelona fyrir landsleikjahlé. Levante er í 11. sæti La Liga með 11 stig.

Vandræði Espanyol halda áfram og er liðið aðeins með fimm stig í næst neðsta sæti. Espanyol tapaði 1-0 gegn Villarreal á þessum sunnudegi.

Þá gerðu Athletic Bilbao og Valladolid 1-1 jafntefli. Villarreal er í sjöunda sæti, Bilbao í áttunda sæti og Valladolid í 12. sæti.

Athletic 1 - 1 Valladolid
1-0 Inaki Williams ('33 )
1-1 Igor Martinez ('72 , sjálfsmark)

Espanyol 0 - 1 Villarreal
0-1 Karl Toko Ekambi ('17 )

Real Sociedad 3 - 1 Betis
0-1 Loren Moron ('12 )
1-1 Javi Garcia ('22 , sjálfsmark)
2-1 Willian Jose ('36 )
3-1 Cristian Portu ('58 )

Sevilla 1 - 0 Levante
1-0 Luuk de Jong ('86 )

Sjá einnig:
Spánn: Öflugur sigur Alaves á Celta Vigo
Athugasemdir
banner
banner
banner