Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   mið 20. október 2021 12:19
Elvar Geir Magnússon
Solskjær nú talinn líklegastur til að missa starfið
Fjöldi veðbanka á Bretlandseyjum telja líklegast núna að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, verði næsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til að láta af störfum.

Steve Bruce lét af störfum í morgun, eitthvað sem kemur engum á óvart.

Ef United tapar gegn Atalanta í Meistaradeildinni í kvöld verður ansi erfitt fyrir liðið að komast í útsláttarkeppnina. United er svo að fara að mæta Liverpool, Tottenham, Manchester City, Watford, Chelsea og Arsenal í næstu sex úrvalsdeildarleikjum.

Athygli vekur að Claudio Ranieri er í öðru sæti á eftir Solskjær á listum yfir næsta stjóra sem gæti misst starfið. Ranieri er nýtekinn við Watford en eigendur félagsins hika ekki við að reka stjórann ef þeir eru óánægðir með gengið.

Líklegastur til að missa starfið:
1. Ole Gunnar Solskjær, Manchester United
2. Claudio Ranieri, Watford
3. Brendan Rodgers, Leicester City
4. Nuno Espirito Santo, Tottenham
5. Daniel Farke, Norwich City
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner