Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmaður Burnley hrækti á stuðningsmann - Lögreglan rannsakar málið
Mynd: EPA
Hannibal Mejbri, leikmaður Burnley, gæti átt yfir höfði sér bann en hann er sagður hafa hrækt á stuðningsmann Leeds í leik liðanna um helgina.

Hann hrækti upp í stúku og stuðningsmaður sendi frá sér kvörtun. Talið er að Mejbri gæti átt yfir höfði sér að minnsta kosti þriggja leikja bann ef hann verður fundinn sekur.

Enska fótboltasambandið er að rannsaka málið og greint hefur verið frá því að lögreglan í Lancashire sé einnig að rannsaka málið.

Leeds veit af þessum ásökunum en Burnley ætlar ekki að tjá sig um málið. Burnley vann leikinn 2-0 en Hannibal kom inn á undir lok leiksins.
Athugasemdir
banner