Austurríki leiðir þessa stundina 2-0 í vináttulandsleik gegn Ítalíu en hvorugri þjóðinni tókst að tryggja sér farmiða á HM í Katar sem hófst í dag.
David Alaba, varnarmaður Real Madrid, skoraði seinna mark Austurríkismanna í hálfleiknum beint úr aukaspyrnu af löngu færi.
Markið er vægast sagt stórbrotið þar sem Gianluigi Donnarumma virðist ekki eiga sérlega mikla möguleika í boltann þrátt fyrir fjarlægðina.
Xaver Schlager gerði fyrra mark leiksins eftir undirbúning frá Marko Arnautovic.
Athugasemdir