Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   þri 21. mars 2023 20:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís: Mér fannst allir vera að skila sínu 120%
Kvenaboltinn
Glódís fagnar sigrinum í kvöld.
Glódís fagnar sigrinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er mjög góð," sagði Glódís Perla Viggósdóttir varnarmaður Bayern Munchen eftir magnaðan sigur á Arsenal á heimavelli í kvöld.


„Þetta var aðeins öðruvísi en við lögðum upp með, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Það er hálfleikur, það er 1-0 fyrir okkur en við eigum erfiðan útileik eftir. Ég er gríðarlega ánægð með liðið í dag, vorum að verjast vel, hentum okkur fyrir alla bolta," sagði Glódís.

Arsenal sótti stíft í seinni hálfleik en Glódís átti frábæran leik í vörninni.

„Mér fannst allir vera skila sínu 120%. Þær voru mikið meira með boltann og í teignum okkar en við fáum líka dauðafæri í seinni og fyrri hálfleik þannig þetta var jafn leikur að mörgu leiti," sagði Glódís.

„Við töluðum um það í hálfleik að við gætum þurft að kyngja stoltinu og verjast og allur síðari hálfleikur var eiginlega þannig, þá bara tökum við því verkefni og klárum það."

Liðið lék á Allianz Arena heimavelli karlaliðs Bayern Munchen en Glódís vonast til að liðið fái að spila fleiri leiki á vellinum.

„Það er gaman að svona margir mæta og mynda svona góða stemningu. Þetta er geggjaður völlur og það er auðvelt að mynda góða stemningu. Hingað til hefur gengið vel hjá okkur hérna, vonandi höldum við í okkar heimavöll hér," sagði Glódís.


Athugasemdir
banner