Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 21. apríl 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helena Ólafs spáir í 1. umferð Bestu deildar kvenna
Helena Ólafsdóttir.
Helena Ólafsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar Sandra María gegn Val?
Skorar Sandra María gegn Val?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deild kvenna fer af stað í dag. Opnunarleikurinn er á milli Íslandsmeistara Vals og Þórs/KA á Hlíðarenda.

Helena Ólafsdóttir spáir í fyrstu umferðina hér á Fótbolta.net. Helena stýrir Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í sumar þar sem fjallað er um Bestu deild kvenna af mikilli snilld.

Valur 1 - 1 Þór/KA (15:00 í dag)
Held að þetta verði jafn og skemmtilegur leikur þar sem við fáum fullt af færum. Ég ætla að segja að tveir leikmenn sem hafa verið mjög áberandi í umræðunni sjái um að skora mörk liðanna. Amanda Andradóttir mun koma heimakonum yfir en Sandra María Jessen mun jafna fyrir norðankonur.

Tindastóll 2 - 1 FH (18:00 á morgun)
Ég held að FH bíði erfitt verkefni að fara á Krókinn í fyrsta leik. Mjög margir hafa spáð Stólunum niður þetta árið en ef ég þekki liðið rétt munu þær mæta tvíefldar til leiks, en svona spár hafa bara góða áhrif á Donna og félaga. Staðan verður jöfn þangað til í blálokin þegar heimakonur setja sigurmarkið.

Breiðablik 2 - 0 Keflavík (18:00 á morgun)
Kannski er ég að hlaupa á mig því ef eitthvað lið hefur haft tök á Blikum, er það Keflavík. Ég held að þetta árið séu Blikar mun sterkari en spurningin er hvernig þær ná að þróa tígulmiðju Niks og Eddu. Það verður markalaust í hálfleik en Blikar munu setja tvö í seinni hálfleik.

Stjarnan 0 - 1 Víkingur R. (18:00 á morgun)
Það er einhver ára yfir þessu Víkingsliði. Þær sigruðu Val nokkuð óvænt í meistarar meistaranna og virðast ekki sjá hindrun í neinu verkefni. Ég hlakka mikið til að fylgjast með þessu unga liði í sumar og held að þær byrji tímabilið vel og vinni sterkan útisigur í Garðabæ.

Fylkir 1 - 1 Þróttur R. (19:15 á morgun)
Athyglisverður leikur hér á ferð sem mér finnst erfitt að spá fyrir um. Ég held að verði stemning í Lautinni en hér mætast nýliðar og svo lið sem hefur tekið miklum breytingum. Báðir þjálfarar kunna þennan leik upp á tíu og ég held að þeir muni leggja mikið upp úr skipulögðum varnarleik. Leikurinn verður lokaður en Þróttur mun setja mark í fyrri en heimakonur jafna í þeim síðari.
Athugasemdir
banner
banner