Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
   þri 21. maí 2024 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Viðar samdi við KA rétt fyrir tímabilið.
Viðar samdi við KA rétt fyrir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var glæsilegur leikur, komið meira sjálfstraust í liðið og þetta lítur allt miklu betur út núna. Mér líður miklu betur, get farið að hreyfa mig almennilega, átti í rauninni ekki að spila fyrstu 2-3 leikina finnst mér, var meiddur í raun og veru, en maður er búinn að leggja hart að sér og þa kom smá ávöxtur í dag," sagði Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, við Fótbolta.net í gær.

Viðar byrjaði á bekknum en kom inn á og lék síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Viðar lagði upp fjórða markið fyrir Ásgeir Sigurgeirsson sem gulltryggði sigur KA. Viðar hefur ekki spilað mikið með KA frá komu sinni, hefur byrjað einn leik en annars verið að koma inn á í leikjum.

Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fylkir

„Ég gat verið á svona 80% en þegar ég fór að gera eitthvað meira en það þá fann ég gríðarlega til. Maður henti í sig einhverjum verkjalyfjum og leið aðeins betur, maður var líka að æfa í takt við það sem var bara vitleysa, ég var bara spenntur að komast aftur á völlinn og átti ekkert að gera þetta. Það er farið í dag og mér líður miklu betur."

Innkoma Viðars í leikinn í gær var nokkuð góð, hélt vel í boltann þegar það þurfti og var að finna liðsfélagana.

„Ég er búinn að æfa á fullu, líður fáránlega vel og var alveg klár í að byrja þennan leik. Þeir sem gerðu það gerðu það vel. Svona síðustu tíu daga er þetta búið að vera allt annað líf. Ég myndi segja að ég sé bara klár núna."

KA komst í 3-0 í leiknum en Fylkir náði að minnka muninn í eitt mark áður en svo Ásgeir innsiglaði sigur KA.

;,Það kom kraftur í okkur í lokin, gerðum það mjög vel og gott að fá markið frá Geira."

„Ég var gífurlega ánægður að sjá boltann í netinu, þetta var helvíti góð skyndisókn. Stundum þarftu smá töfrasund, menn eru að hrósa mér fyrir sendinguna en hann átti eftir að gera talsvert og gerði þetta frábærlega - vippaði yfir markmanninn. Glæsilegt hjá honum, það gerði endanlega út um leikinn. Það voru allir að 'delivera' í dag sem er flott. Ég gæti ekki verið sáttari og ég held að það sé bara fulla ferð áfram."

„Við erum búnir að að vera að mörgu leyti flottir, búnir að hleypa of mörgum mörkum inn og ekki búnir að nýta færin okkar nógu vel - lykilaugnablik í leikjum ekki fallið með okkur. Ég hef trú á þessu liði, nú er klárlega komið sjálfstraust í liðið, það voru meiðsli og menn ekki komnir í stand en núna er þetta allt annað."


Það vantaði ekkert að það gustaði í kringum Viðar Örn fyrstu vikurnar eftir komuna til KA.

„Ég heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði. Ég er búinn að lifa með því í mörg ár og gæti ekki í raun verið meira sama. Þetta truflar aðallega fjölskylduna mína. Mér finnst gott að fólk geti fundið einhverjar sögur, það er greinilega ekki mikið að gera hjá mörgum. Það er bara eins og það er. Ég þarf bara að 'delivera' á vellinum, set bara hausinn niður og æfi vel. Þá munu góðir hlutir gerast. Ég hef verið tilbúinn fyrir það síðan ég var mjög ungur að heyra einhverja þvælu um mig. Maður þaf bara að passa allt sem maður gerir í lífinu og þá kannski minnkar þetta einhvern tímann. Eina sem ég get pælt í er að gera vel inni á vellinum."

Viðar var sem dæmi ekki í leikmannahópi KA í deildarleik sem vakti upp alls konar kenningar. Var eitthvað bras utan vallar?

„Nei, það var ekki þótt maður hafi heyrt það. Ég spilaði ekki fótbolta lengi og var ekki mikið inni á vellinum. Það kemur mér á óvart margt í þessu, en skiptir mig engu máli í dag. Ég hef verið í umræðunni hjá fólki. Ég er drullusáttur að vera kominn í gott stand núna og get ekki beðið eftir því að 'delivera' inni á vellinum," sagði Viðar. Stoðsendinguna á Ásgeir má sjá í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner