
Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum hress eftir 0-4 sigur á Selfossi í toppslag deildarinnar í kvöld. Blikar komust snemma yfir í leiknum og eftir það sáu Selfyssingar ekki til sólar.
„Þetta var flottur leikur hjá okkur. Það var góð ákefð í liðinu okkar, fín pressa og við vorum bara að spila góðan leik," sagði Vilhjálmur.
„Þetta var flottur leikur hjá okkur. Það var góð ákefð í liðinu okkar, fín pressa og við vorum bara að spila góðan leik," sagði Vilhjálmur.
Lestu um leikinn: Selfoss 0 - 4 Breiðablik
„Við áttum held ég bara mjög góðan leik. Við lærðum svolítið af síðasta leik þar sem við vorum ekki nógu ákafar og vorum að tapa stöður einn á móti einum. Við bættum það mikið í þessum leik, þannig þessir 50/50 boltar voru að detta með okkur í kvöld sem skiptir miklu máli í fótbolta."
Vilhjálmur segist ekki hafa verið alveg rólegur þegar Selfyssingar fengu nokkur góð færi í stöðunni 0-2 þegar lítið var eftir af leiknum.
„Þetta Selfoss-lið er bara frábært lið með frábæra leikmenn. Þetta hefði verið galopið hefðu þær bara skorað eitt mark. Auðvitað er maður stressaður."
„Það er alltaf krafan að vera á toppnum í Kópavogi og við þurfum bara að sætta okkur við það og reyna að gera okkar besta," sagði Vilhjálmur að lokum.
Athugasemdir