Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   þri 21. júní 2022 21:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Þetta varð betra og betra en við getum gert betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel. Það er frábært að fá sigur í leiknum, lentum undir, komum til baka, sýndum karakter og unnum leikinn en spilamennskan hefði mátt vera betri," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir heimasigur gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

„Nei í sjálfu sér ekki. Siggi hefur spilað stundum á móti Val með fimm manna vörn og gerði það á móti Breiðabliki. Við vorum búnir að undirbúa bæði fjögurra og fimm manna vörn hjá þeim. Vandræðin okkar í byrjun voru þau að við vorum bara ekki klárir og þegar þú mætir Leikni sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni þá þurfa menn að vera klárir. Við vorum það ekki og þegar við töpuðum boltanum þá vorum við ekki að ná að setja nógu góða pressu þannig þeir voru að komast í skyndisóknir. Þeir skoruðu mark eftir eina slíka."

„Við unnum okkur inn í leikinn, þetta varð betra og betra en við getum gert betur."


Sex stig sótt í tveimur leikjum eftir landsleikjafrí, finnst þér Valsliðið vera á leið í rétta átt?

„Það kannski vantar svolítið stöðugleika. Það líka markerast af því að við höfum verið í meiðslaveseni. Aron þurfti að fara út af í dag, Haukur Páll fór út af í hálfleik, Patrick kom inná og gat ekki klárað leikinn - núna kemur aftur tveggja vikna pása og eftir hana verða menn vonandi klárir."

Í lok viðtals var Heimir spurður út í sitt mat á því þegar Hólmar Örn Eyjólfsson fór niður í vítateig Leiknis í lok leiks. Svar Heimis við þeirri spurningu og spurningum út í Guy Smit og mögulegar viðræður við Frederik Schram má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner