Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 21. júní 2022 21:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Þetta varð betra og betra en við getum gert betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel. Það er frábært að fá sigur í leiknum, lentum undir, komum til baka, sýndum karakter og unnum leikinn en spilamennskan hefði mátt vera betri," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir heimasigur gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

„Nei í sjálfu sér ekki. Siggi hefur spilað stundum á móti Val með fimm manna vörn og gerði það á móti Breiðabliki. Við vorum búnir að undirbúa bæði fjögurra og fimm manna vörn hjá þeim. Vandræðin okkar í byrjun voru þau að við vorum bara ekki klárir og þegar þú mætir Leikni sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni þá þurfa menn að vera klárir. Við vorum það ekki og þegar við töpuðum boltanum þá vorum við ekki að ná að setja nógu góða pressu þannig þeir voru að komast í skyndisóknir. Þeir skoruðu mark eftir eina slíka."

„Við unnum okkur inn í leikinn, þetta varð betra og betra en við getum gert betur."


Sex stig sótt í tveimur leikjum eftir landsleikjafrí, finnst þér Valsliðið vera á leið í rétta átt?

„Það kannski vantar svolítið stöðugleika. Það líka markerast af því að við höfum verið í meiðslaveseni. Aron þurfti að fara út af í dag, Haukur Páll fór út af í hálfleik, Patrick kom inná og gat ekki klárað leikinn - núna kemur aftur tveggja vikna pása og eftir hana verða menn vonandi klárir."

Í lok viðtals var Heimir spurður út í sitt mat á því þegar Hólmar Örn Eyjólfsson fór niður í vítateig Leiknis í lok leiks. Svar Heimis við þeirri spurningu og spurningum út í Guy Smit og mögulegar viðræður við Frederik Schram má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner