Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   þri 21. júní 2022 21:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Þetta varð betra og betra en við getum gert betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel. Það er frábært að fá sigur í leiknum, lentum undir, komum til baka, sýndum karakter og unnum leikinn en spilamennskan hefði mátt vera betri," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir heimasigur gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

„Nei í sjálfu sér ekki. Siggi hefur spilað stundum á móti Val með fimm manna vörn og gerði það á móti Breiðabliki. Við vorum búnir að undirbúa bæði fjögurra og fimm manna vörn hjá þeim. Vandræðin okkar í byrjun voru þau að við vorum bara ekki klárir og þegar þú mætir Leikni sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni þá þurfa menn að vera klárir. Við vorum það ekki og þegar við töpuðum boltanum þá vorum við ekki að ná að setja nógu góða pressu þannig þeir voru að komast í skyndisóknir. Þeir skoruðu mark eftir eina slíka."

„Við unnum okkur inn í leikinn, þetta varð betra og betra en við getum gert betur."


Sex stig sótt í tveimur leikjum eftir landsleikjafrí, finnst þér Valsliðið vera á leið í rétta átt?

„Það kannski vantar svolítið stöðugleika. Það líka markerast af því að við höfum verið í meiðslaveseni. Aron þurfti að fara út af í dag, Haukur Páll fór út af í hálfleik, Patrick kom inná og gat ekki klárað leikinn - núna kemur aftur tveggja vikna pása og eftir hana verða menn vonandi klárir."

Í lok viðtals var Heimir spurður út í sitt mat á því þegar Hólmar Örn Eyjólfsson fór niður í vítateig Leiknis í lok leiks. Svar Heimis við þeirri spurningu og spurningum út í Guy Smit og mögulegar viðræður við Frederik Schram má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner