Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   þri 21. júní 2022 21:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Þetta varð betra og betra en við getum gert betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel. Það er frábært að fá sigur í leiknum, lentum undir, komum til baka, sýndum karakter og unnum leikinn en spilamennskan hefði mátt vera betri," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir heimasigur gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

„Nei í sjálfu sér ekki. Siggi hefur spilað stundum á móti Val með fimm manna vörn og gerði það á móti Breiðabliki. Við vorum búnir að undirbúa bæði fjögurra og fimm manna vörn hjá þeim. Vandræðin okkar í byrjun voru þau að við vorum bara ekki klárir og þegar þú mætir Leikni sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni þá þurfa menn að vera klárir. Við vorum það ekki og þegar við töpuðum boltanum þá vorum við ekki að ná að setja nógu góða pressu þannig þeir voru að komast í skyndisóknir. Þeir skoruðu mark eftir eina slíka."

„Við unnum okkur inn í leikinn, þetta varð betra og betra en við getum gert betur."


Sex stig sótt í tveimur leikjum eftir landsleikjafrí, finnst þér Valsliðið vera á leið í rétta átt?

„Það kannski vantar svolítið stöðugleika. Það líka markerast af því að við höfum verið í meiðslaveseni. Aron þurfti að fara út af í dag, Haukur Páll fór út af í hálfleik, Patrick kom inná og gat ekki klárað leikinn - núna kemur aftur tveggja vikna pása og eftir hana verða menn vonandi klárir."

Í lok viðtals var Heimir spurður út í sitt mat á því þegar Hólmar Örn Eyjólfsson fór niður í vítateig Leiknis í lok leiks. Svar Heimis við þeirri spurningu og spurningum út í Guy Smit og mögulegar viðræður við Frederik Schram má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner