Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 21. júní 2024 13:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mögnuð mynd: Breytingin á Englandi fyrir og eftir markið
England hefur ekki verið sannfærandi.
England hefur ekki verið sannfærandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið hefur verið rætt og skrifað um frammistöðu Englands gegn Danmörku en hún var langt frá því að vera sannfærandi.

Englendingar tóku forystuna í leiknum þegar Harry Kane skoraði en svo fóru þeir bara í skotgrafirnar.

Hér fyrir neðan má sjá áhugaverða mynd sem lýsir enska liðinu svolítið vel í leiknum í gær. Á fyrri myndinni má sjá meðalstöður leikmanna á vellinum áður en England skoraði en á seinni myndinni eru meðalstöður leikmanna eftir að þeir skoruðu.

Enska liðið fór að verjast með öllum sínum stjörnum við vítateig sinn. Nánast allir leikmenn England voru á fyrsta þriðjungi þegar Danmörk vann að því að skora og jafna leikinn.

„Ef það er eitthvað lið sem átti að vinna þennan leik, þá voru það Danir. Og þó það hefði nú ekki bara verið nema til að sparka í rassgatið á Gareth Southgate. Hvað átti Southgate að gera? Farðu bara úr að ofan eða eitthvað. Gerðu eitthvað! Sýndu að þú sért með lífsmarki. Hann er bara eins og 100 ára gamall prófessor í einhverjum háskóla. Það er ekkert þarna, engin ástríða eða neitt. Liðið hans er eiginlega eins leiðinlegt og hann lítur út fyrir að vera. Það er eins og þeim leiðist öllum. Það er eins og einhver sé að pína þá til að vera þarna. Ég skil þetta ekki. Þú verður að taka handbremsuna og rífa hana af. Hættu þessu bulli! Hættu að vera hræddur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson á RÚV í gær en það er vel hægt að taka undir þessi orð.


Athugasemdir
banner
banner
banner