Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. ágúst 2019 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Anton Ari í Breiðablik eftir tímabilið (Staðfest)
Anton Ari EInarsson fer í Kópavoginn eftir þetta tímabil
Anton Ari EInarsson fer í Kópavoginn eftir þetta tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Breiðabliks staðfesti á heimasíðu sinni í dag að félagið væri búið að semja við Anton Ara Einarsson en hann gengur til liðs við félagið eftir tímabilið.

Anton Ari, sem verður 25 ára á sunnudag, er uppalinn í Aftureldingu en gekk til liðs við Val árið 2014. Hann var lykilmaður í liðinu er liðið vann Íslandsmeistaratitilinn 2017 og 2018 en hefur þurft að verma tréverkið meira og minna allt þetta tímabil.

Hann hefur spilað 3 leiki í Pepsi Max-deildinni í ár og þá einn bikarleik en Hannes Þór Halldórsson er aðalmarkvörður Vals.

Samningur hans við Val rennur út eftir tímabilið en þá mun hann ganga til liðs við Breiðablik. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag.

Anton Ari var orðaður við Breiðablik í sumar og útlit fyrir að hann færi þangað en ekkert varð úr því og ákvað hann um leið að blása á þær sögusagnir. Nú er hins vegar samkomulag í höfn og gengur hann til liðs við Breiðablik þegar þessu tímabili lýkur.

Hann á 77 leiki í Pepsi Max-deildinni með Val og þá hefur hann leikið 2 A-landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner