Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 21. október 2023 16:11
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dr. Football 
Ólafur Ingi sagður næsti þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ólafur Ingi Skúlason verður næsti þjálfari KR samkvæmt heimildum Dr. Football. Hann er þjálfari U19 landsliðs Íslands.

Ólafur Ingi er 40 ára gamall og lék lengi sem atvinnumaður á sínum leikmannaferli. Hann lagði skóna á hilluna 2020 og lauk ferlinum hjá uppeldisfélagi sínu Fylki.

Hann lék 36 landsleiki fyrir Ísland.

Þá er sagt að Rúnar Kristinsson muni taka við þjálfun Fram. Rúnar hefur verið í viðræðum við Framara en hann yfirgaf KR eftir liðið tímabil, þar sem honum var tilkynnt að samningur hans yrði ekki framlengdur.


Athugasemdir
banner
banner