Heimild: Dr. Football
Ólafur Ingi Skúlason verður næsti þjálfari KR samkvæmt heimildum Dr. Football. Hann er þjálfari U19 landsliðs Íslands.
Ólafur Ingi er 40 ára gamall og lék lengi sem atvinnumaður á sínum leikmannaferli. Hann lagði skóna á hilluna 2020 og lauk ferlinum hjá uppeldisfélagi sínu Fylki.
Hann lék 36 landsleiki fyrir Ísland.
Ólafur Ingi er 40 ára gamall og lék lengi sem atvinnumaður á sínum leikmannaferli. Hann lagði skóna á hilluna 2020 og lauk ferlinum hjá uppeldisfélagi sínu Fylki.
Hann lék 36 landsleiki fyrir Ísland.
Þá er sagt að Rúnar Kristinsson muni taka við þjálfun Fram. Rúnar hefur verið í viðræðum við Framara en hann yfirgaf KR eftir liðið tímabil, þar sem honum var tilkynnt að samningur hans yrði ekki framlengdur.
Ólafur Ingi Skúlason er nýr þjálfari KR samkvæmt okkar fólki í vesturbænum. Rúnar tekur við Fram. pic.twitter.com/dUSvmtGtK0
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) October 21, 2023
Athugasemdir




