Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. janúar 2022 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Messi kallaði Carragher asna - „Þú kemst ekki í þetta lið"
Jamie Carragher
Jamie Carragher
Mynd: EPA
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Lionel Messi hafi sent honum einkaskilaboð á Instagram eftir að hann talaði um skipti hans til Paris Saint-Germain í byrjun tímabils.

Carragher og Gary Neville töluðu um þá Cristiano Ronaldo og Messi í byrjun tímabils og var Carragher á því að félagaskipti þeirra væru ekki góð.

Dave Jones á Sky var með Carragher og Neville í gær og voru þeir beðnir um að velja lið ársins.

Carragher var með Mohamed Salah í stað Lionel Messi en opinberaði þá að argentínski leikmaðurinn hefði sent honum skilaboð fyrir nokkrum mánuðum.

„Nei, það er enginn Messi í mínu liði. Við áttum þessar umræður í byrjun tímabils, Ronaldo eða Messi. Hann er ekki ánægður með mig," sagði Carragher.

„Ég skaut aðeins á Ronaldo fyrr á tímabilinu og fannst hann ekki vera góð kaup fyrir United og svo sagði ég það sama um Messi og PSG."

„Þetta var í Monday Night Football og svo fékk ég einkaskilaboð á Instagram. Frá sjálum Messi en ég ætla ekki að sýna þessi skilaboð en hann kallaði mig eiginlega asna. Hann horfir greinilega á Monday Night Football þannig vonandi er hann að horfa núna því Lionel, ég gersamlega elska þig."

„Besti fótboltamaður allra tíma og í samanburði við þig var ég alger asni. Ég get tekið því en þú kemst samt ekki í liðið mitt."

„Þú hefur ekki spilað nógu vel og þó svo þú hafir unnið Copa America í sumar þá er það ekki nóg til að ég hendi mínum manni Mo Salah út úr liðinu,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner