Heimild: Bold
Það munaði litlu að Elías Rafn Ólafsson hefði orðið fyrir árás í Íslendingaslag milli Brann og Midtjylland í Evrópudeildinni í kvöld.
Leiknum lauk með 3-3 jafntefli þar sem Brann jafnaði metin úr vítaspyrnu í blálokin en Elías varði mjög vel oft á tíðum í marki Midtjylland.
Danski miðillinn Bold segir frá því að stuðningsmaður Brann hafi komist inn á völlinn og ætlaði að vaða í Elías þegar hann lá í jörðinni en leikmenn og öryggisverðir náðu að stoppa hann áður en þetta fór úr böndunum.
Victor Bak, liðsfélagi Elíasar, ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum.
Leiknum lauk með 3-3 jafntefli þar sem Brann jafnaði metin úr vítaspyrnu í blálokin en Elías varði mjög vel oft á tíðum í marki Midtjylland.
Danski miðillinn Bold segir frá því að stuðningsmaður Brann hafi komist inn á völlinn og ætlaði að vaða í Elías þegar hann lá í jörðinni en leikmenn og öryggisverðir náðu að stoppa hann áður en þetta fór úr böndunum.
Victor Bak, liðsfélagi Elíasar, ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum.
„Ég sá þetta mjög vel, ég veit ekkert hvað gerðist. Hann stökk inn á en það var gott að leikmenn Brann náðu honum svo hann gerði ekkert rangt. Svona má ekki gerast. Það verður að ná stjórn á þessu." sagði Bak.
Mike Tullberg, þjálfari Midtjylland, tjáði sig einnig um atvikið.
„Menn verða að muna að þetta er ein manneskja sem eyðileggur fyrir mörgum. Stuðningsmennirnir bjuggu til magnað andrúmsloft heilt yfir," sagði Tullberg.
„Það á að klappa þeim á bakið þar sem þetta var gott andrúmsloft á Evrópukvöldi. Svo var trúður sem eyðilagði fyrir öllum öðrum, það er mjög sorglegt að segja það. Það er mikilvægt að setja ekki alla undir sama hatt. Þetta var einn einstaklingur, ekki heilt stuðningsmannafélag."
Athugasemdir


