Chelsea ætlar að reyna fá Douglas Luiz á láni frá Juventus út tímabilið. The Athletic greinir frá þessu.
Hann er á láni hjá Nottingham Forest en hefur aðeins spilað 13 leiki fyrir liðið síðan hann kom í ágúst.
Hann er á láni hjá Nottingham Forest en hefur aðeins spilað 13 leiki fyrir liðið síðan hann kom í ágúst.
Luiz er talinn vera góður kostur fyrir lið Liam Rosenior en hann bætir gæðin og breiddina á miðjunni þar sem liðið er að berjast í úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, enska FA-bikarnum og deildabikarnum.
Chelsea er með miðjumennina Moises Caicedo, Enzo Fernandez, Andrey Santos, Dario Essugo og Romeo Lavia. Essugo og Lavia hafa hins vegar verið í miklum meiðslavandræðum á tímabilinu.
Luiz hefur einnig verið orðaður við Aston Villa en hann spilaði með liðinu frá 2019-2024 áður en hann var seldur til Juventus.
Athugasemdir



