Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 16:00
Elvar Geir Magnússon
Orri með á æfingum og gæti tekið þátt á sunnudag
Orri Steinn Óskarsson hefur getað æft í vikunni.
Orri Steinn Óskarsson hefur getað æft í vikunni.
Mynd: EPA
Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson gat ekki tekið þátt í leik Real Sociedad gegn Barcelona um síðustu helgi vegna meiðsla. Sociedad vann óvæntan sigur í leiknum.

Í leiknum á undan hafði Orri þurft að fara af velli örfáum mínútum eftir að hann kom inn af bekknum.

Orri hefur hinsvegar verið með á æfingum Sociedad í þessari viku og mögulegt að hann spili næsta leik, heimaleik gegn Celta Vigo í La Liga á sunnudagskvöld.

Real Sociedad er á hörkuskriði eftir erfiða byrjun á tímabilinu og er liðið komið upp í níunda sæti. Celta Vigo hefur líka verið á góðri siglingu og situr í sjöunda sætinu.

Orri hefur verið á meiðslalistanum nánast allt tímabilið. Hann spilaði fyrstu þrjár umferðirnar í La Liga áður en hann meiddist í læri. Hann er samtals búinn að spila fimm leiki í deild og bikar og skora eitt mark.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 20 16 1 3 54 22 +32 49
2 Real Madrid 20 15 3 2 43 17 +26 48
3 Villarreal 19 13 2 4 37 19 +18 41
4 Atletico Madrid 20 12 5 3 35 17 +18 41
5 Espanyol 20 10 4 6 23 22 +1 34
6 Betis 20 8 8 4 33 25 +8 32
7 Celta 20 8 8 4 28 20 +8 32
8 Elche 20 5 9 6 27 26 +1 24
9 Real Sociedad 20 6 6 8 26 28 -2 24
10 Athletic 20 7 3 10 19 28 -9 24
11 Girona 20 6 6 8 20 34 -14 24
12 Osasuna 20 6 4 10 21 24 -3 22
13 Vallecano 20 5 7 8 16 25 -9 22
14 Sevilla 20 6 3 11 26 32 -6 21
15 Mallorca 20 5 6 9 24 30 -6 21
16 Getafe 20 6 3 11 15 26 -11 21
17 Valencia 20 4 8 8 19 31 -12 20
18 Alaves 20 5 4 11 16 25 -9 19
19 Levante 19 3 5 11 21 32 -11 14
20 Oviedo 20 2 7 11 11 31 -20 13
Athugasemdir
banner