Harvey Elliott hefur ekki verið í náðinni hjá Unai Emery en hann hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.
Hann er á láni hjá Aston Villa frá Liverpool en hann gæti skipt um félag í janúar.
Hann er á láni hjá Aston Villa frá Liverpool en hann gæti skipt um félag í janúar.
Dean Smith, fyrrum stjóri Aston Villa og núverandi stjóri Charlotte FC í MLS deildinni í Bandaríkjunum, vill fá hann til sín. Smith heimsótti sitt gamla félag í síðasta mánuði og fylgdist með Elliott.
„Ég hugsaði um þetta þegar ég var þarna og sá tækifæri. Ef hann spilar ekki hjá VIlla og hann getur ekki spilað annars staðar þá væri möguleiki fyrir hann að koma og spila nokkra leiki fyrir HM," sagði Smith.
„Það er synd ef hann spilar ekki fram að HM. Það er tækifæri fyrir hann hérna ef Liverpool og Villa vilja það."
MLS deildinni lauk í desember en hún hefst aftur eftir mánuð. Charlotte hafnaði í 4. sæti í Austurdeildinni á síðustu leiktíð en féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar gegn New York City.
Athugasemdir



