Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 17:30
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Wilson við Fulham settar á ís
Wilson hefur skorað sex mörk í síðustu tólf leikjum í öllum keppnum og er í fantaformi.
Wilson hefur skorað sex mörk í síðustu tólf leikjum í öllum keppnum og er í fantaformi.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Viðræður Harry Wilson við Fulham um nýjan samning hafa verið settar á ís. Það er vaxandi áhugi frá öðrum úrvalsdeildarfélögum á velska sóknarleikmanninum.

Wilson verður samningslaus í sumar og þrátt fyrir að Fulham hafi lagt áherslu á að halda honum þá hefur samkomulag ekki náðst.

Samkvæmt BBC vill Wilson sjá hvort Marco Silva, stjóri Fulham, verði áfram áður en hann tekur ákvörðun en samningur hans rennur líka út í sumar.

Þrátt fyrir að eiga hættu á að missa Wilson, sem er 28 ára, á frjálsri sölu næsta sumar þá er félagið harðákveðið í að selja hann ekki í þessum glugga.

Wilson hefur skorað sex mörk í síðustu tólf leikjum í öllum keppnum og er í fantaformi.

Aston Villa, Brentford, Everton og Crystal Palace fylgjast grannt með gangi mála og ljóst að fleiri félög, bæði á Englandi og meginlandi Evrópu, blanda sér í slaginn um hann ef hann verður fáanlegur á frjálsri sölu.

Fulham hefur verið í viðræðum við Manchester City um möguleg kaup á Oscar Bobb sem spilar einnig sem hægri kantmaður eins og Wilson. Ef Fulham nær að landa Bobb er spurning hvort félagið sé tilbúið að selja Wilson fyrir gluggalok.

Wilson hefur verið hjá Fulham síðan 2021, þegar hann kom frá Liverpool, og hefur spilað 171 leik og skorað 33 mörk fyrir Lundúnafélagið.
Athugasemdir
banner