Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 22. febrúar 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eitrað fyrir hundum Smalling - Einn er látinn
Chris Smalling býr í Róm með eiginkonu sinni Sam Cooke. Smalling, sem er þrítugur, hefur verið að gera góða hluti í hjarta varnarinnar hjá Roma sem vill kaupa varnarmanninn.

Lífið í Róm er þó ekki alltaf dans á rósum. Óprúttnir aðilar virðast hafa verið að eitra reglulega fyrir hundum Smalling en einn þeirra lést í síðasta mánuði.

Upprunalega var hundurinn Miley greindur með æxli og innvortis blæðingar og það skráð sem dánarorsök. Seinna tóku hinir hundarnir einnig að veikjast og þá kom í ljós að rottueitur væri skaðvaldurinn.

Á Ítalíu er víða talið að menn úr ultras stuðningsmannahópi Lazio hafi verið að verki.
Athugasemdir
banner
banner