Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2024 18:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Sauð á Jóa Kalla sem uppskar áminningu - Lét Revivo heyra það
Skrítið að dæma víti
Icelandair
Ég fór töluvert langt út úr boðvangnum til þess að láta leikmanninn heyra það sem negldi hann niður.
Ég fór töluvert langt út úr boðvangnum til þess að láta leikmanninn heyra það sem negldi hann niður.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það sem er jákvætt er að við sýndum alvöru karakter, gáfumst ekki upp og héldum áfram
Það sem er jákvætt er að við sýndum alvöru karakter, gáfumst ekki upp og héldum áfram
Mynd: Getty Images
Auðvitað voru menn mjög ánægðir með þetta
Auðvitað voru menn mjög ánægðir með þetta
Mynd: Getty Images
Í þessu liði hefur myndast skemmtileg liðsheild, það er góður karakter í þessu liði og mig langaði alveg að vera með í þessu
Í þessu liði hefur myndast skemmtileg liðsheild, það er góður karakter í þessu liði og mig langaði alveg að vera með í þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Menn voru bara mjög sáttir'
'Menn voru bara mjög sáttir'
Mynd: Getty Images
'Við teljum okkur geta gert töluvert betur í sóknarleiknum.'
'Við teljum okkur geta gert töluvert betur í sóknarleiknum.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Búdapest í dag. Jói Kalli svaraði spurningum um gula spjaldið sem hann fékk í gær, planið gegn Úkraínu, fögnuðin í gær og það sem betur má fara í úrslitaleiknum.

Úrslitaleikurinn gegn Úkraínu fer fram í Wroclaw í Póllandi á þriðjudagskvöld.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Það var bara næring inni í klefa, koma orku leikmennina og vökva þá almennilega. Það hefur eitthvað komið á miðlana að við tókum hringinn inni í klefa og auðvitað voru menn mjög ánægðir með þetta því þegar uppi var staður var þetta nokkuð öruggur sigur þannig lagað, 4-1 er allavega nokkuð öruggt í svona undanúrslitaleik. Menn voru bara mjög sáttir," segir Jói Kalli.

Hvenær eru menn settir niður á jörðina, núna er það Úkraína?

„Dagurinn í dag fer í það, við þurfum bæði að halda áfram að flýta fyrir endurheimt hjá mönnum og leyfa þeim að hvíla hugann. Þegar þessum degi er lokið þá byrjar alvöru fókus á Úkraínuleikinn."

Þetta endar 4-1, en Ísrael fær vítaspyrnu í 2-1. Hvernig leið þér í því augnabliki?

„Ég viðurkenni alveg að þetta var svolítið skrítið. Maður hafði trú á því eftir að við vorum búnir að koma okkur í 2-1 að við myndum halda því til streitu sem við vorum að gera þá - og við vorum í rauninni að gera það. Mér finnst þetta vera gríðarleg óheppni að fá boltann í hendina þarna. Í fyrsta lagi var boltinn á leiðinni einhvert lengst upp í stúku, aldrei á leiðinni á markið og mér fannst rosalega skrítið að dæma víti á þetta, en ég ætla ekki að vera gagnrýna það. Ég var mjög sáttur þegar hann (Zahavi) skaut boltanum framhjá, ég viðurkenni það."

Þú færð gult spjald í leiknum, hvað gerðist?

„Ég var svolítið æstur þegar Arnór (Sigurðsson) var negldur niður. Ég fór töluvert langt út úr boðvangnum til þess að láta leikmanninn (Roy Revivo) heyra það sem negldi hann niður. Dómari leiksins kom og gaf mér gult spjald eftir að hann var búinn að reka leikmanninn út af."

Þetta var mjög ljót tækling

„Hún var það og það sem pirraði mig líka að rétt áður var Albert Guðmundsson að fara í skyndisókn og þá var reynt að negla hann niður aftan frá - hann bara náði honum ekki. Það hefði líka getað verið hættuleg tækling og það var ekki gripið inn í þá. Það sauð svo ennþá meira á mér þegar þessi glórulausa tækling kom, Arnór var kominn langt framhjá honum og hann bara neglir hann niður. Ég var hræddur um að þeir myndu ekki díla við það eins og mér fannst eiga gera. Mér fannst þetta rautt spjald sem svo dómarinn sýndi, vel gert hjá dómaraum. Því miður var niðurstaðan sú að Arnór þurfti að fara meiddur út af."

Þegar það er hiti í leikjum, hversu mikið langar þig að vera inni á vellinum?
Jói Kalli hló áður en hann svaraði.

„Alltof mikið, maður sér það ennþá betur núna þegar maður er hættur að spila að þetta er það skemmtilegasta sem maður gerði, sérstaklega í þessum stóru leikjum og á þessum stóru augnablikum - þessi tilfinning að geta verið inni á vellinum og vera að spila í öflugu liði með góðum leikmönnum. Í þessu liði hefur myndast skemmtileg liðsheild, það er góður karakter í þessu liði og mig langaði alveg að vera með í þessu, en ég er búinn að gera mér grein fyrir því fyrir löngu síðan að minn tími er löngu kominn. Fótboltinn er bara svo skemmtilegur og það eru forréttindi fyrir mig að fá þó að taka þátt í þessu á þennan hátt."

Það er ekki sólarhringur liðinn en eruð þið með einhverja hugmynd hvernig þið ætlið að nálgast leikinn gegn Úkraínu? Ætlið þið að gera allt öðruvísi hluti?

„Nei, við þurfum að einbeita okkur að því sem við erum góðir í. Við sjáum alveg möguleika í sóknarleiknum okkar með þessa leikmenn sem við höfum. Það er mikil hlaupageta í þeim og það er mjög mikil tæknileg geta. Svo eru þeir að tengja vel saman. Það verða kannski einhverjar áherslubreytingar varðandi í hvaða svæði við viljum sækja og þess háttar. Við teljum okkur geta gert töluvert betur í sóknarleiknum. Þó að við höfum skorað fjögur mörk þá vitum við alveg að við getum ekki gert ennþá betur. Það er ekki þar með sagt að við skorum fjögur mörk á móti Úkraínu, en við getum gert betur en við gerðum í leiknum í gær. Svo eru líka ákveðnir hlutir í varnarleiknum sem við getum gert betur. Við þurfum að einbeita okkur að því fyrst og fremst, við teljum okkur sjá hvað það er í þessu liði sem mun hjálpa okkur að ná í úrslit. Við þurfum að skerpa á því og svo verða kannski einhverjar taktískar breytingar þar sem andstæðingurinn er annar."

Orðin 'ekki gera mistök' einkenndu landsliðið þegar það fór á stórmótin 2016 og 2018. Liðið fékk á sig tvö víti í leiknum í gær, það er eitthvað sem allir vilja koma í veg fyrir?

„Algjörlega. Það var pínu klaufagangur eins og allir sáu í fyrsta vítinu. Það er eitthvað sem þú vilt ekki sjá og erfitt að lenda í því á móti góðu liði. En það sem er jákvætt er að við sýndum alvöru karakter, gáfumst ekki upp og héldum áfram. Við gáfum mun meira í við þetta mótlæti og það er eitthvað sem getur elt okkur til framtíðar," sagði Jói Kalli að lokum.
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner