Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 22. mars 2024 17:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Möguleiki á því að Jóhann Berg spili úrslitaleikinn
Þrír tæpir en enginn útilokaður
Icelandair
Jóhann Berg er fyrirliði hópsins sem er á leið í úrslitaleik gegn Úkraínu.
Jóhann Berg er fyrirliði hópsins sem er á leið í úrslitaleik gegn Úkraínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur var kallaður inn. Arnór Ingvi er tæpur vegna meiðsla.
Stefán Teitur var kallaður inn. Arnór Ingvi er tæpur vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór var tæklaður illa í gær.
Arnór var tæklaður illa í gær.
Mynd: Getty Images
Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Búdapest í dag. Það var nokkuð létt yfir Jóa Kalla enda vannst 1-4 sigur á Ísrael í gærkvöldi og framundan úrslitaleikur um sæti á EM.

Úrslitaleikurinn fer fram í Wroclaw í Póllandi á þriðjudagskvöd.

Hann var spurður út í meiðsli leikmanna liðsins en Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með í gær og þá fóru þeir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason af velli vegna meiðsla.

Jói Kalli ræddi um meiðsli Arnórs Sigurðssonar í útvarpsþættinum og má nálgast það viðtal í spilaranum neðst. Hann sagði að það myndi koma betur í ljós í dag hvernig meiðslin væru. En hvernig er staðan á Arnóri Ingva Traustasyni sem þurfti að fara af velli?

„Það er verið að skoða stöðuna á honum, við erum bjartsýnir á að hann hafi tekið rétta ákvörðun og hafi ekki keyrt of lengi á þetta. Við erum bjartsýnir á að hann verði í góðu lagi."

Willum Þór Willumsson var tekinn af velli í hálfleik, var það taktísk breyting eða er eitthvað að hrjá hann?

„Willum verður í fínu lagi líka fyrir leikinn á þriðjudaginn."

Jói Kalli vildi ekki gefa mikið upp hvernig planið var áður en Jóhann Berg Guðmundsson meiddist.

„Jói hefði verið inni á miðjunni ef hann hefði spilað. Við erum ekkert að spá of mikið í því. Hákon kom í hans stöðu, leysti þetta virkilega vel og stóð sig mjög vel inni á miðjunni þó svo að hann hafi kannski verið aðeins dýpri en hann er vanur að vera."

Eru einhverjar líkur á að Jói geti spilað á þriðjudaginn?

„Við erum mjög bjartsýnir þar. Þetta er leiðinlegt og óheppilegt fyrir hann, því miður, en hann þekkir skrokkinn á sér vel. Vonandi verður hann klár til að taka þátt í leiknum á þriðjudaginn, við vonumst eftir því."

Voru aðrir hnjaskaðir eftir leikinn í gær?

„Það eru þessi högg sem menn lenda í, en ekkert alvarlegt. Það eru einhverjar stífar mjaðmir og svoleiðis sem endurheimtin á að sjá um."

Stefán Teitur Þórðarson var kallaður inn í hópinn sem 25. maður. Þið eruð bjartsýnir með Arnór Ingva og Jóa. Er einhver sem er ofboðslega tæpur?

„Við erum varkárir, vitum ekki alveg fyrr en nær dregur leiknum hvort að Arnór SIg verði í lagi út af því að það eru áverkameiðsl. Það er ástæðan fyrir því að Stefán Teitur kemur inn í hópinn."
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner