Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   lau 22. apríl 2023 22:06
Brynjar Ingi Erluson
„Í ljósi þess vill maður biðjast formlega afsökunar á að hafa sett þessa pressu á Stefán“
Stefán Ingi Sigurðarson er með tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum
Stefán Ingi Sigurðarson er með tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon ræddu þessa beiðni Óskars í útvarpsþættinum Fótbolti.net
Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon ræddu þessa beiðni Óskars í útvarpsþættinum Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson ræddu ummæli Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, um Stefán Inga Sigurðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag, en Óskar bað fjölmiðla vinsamlegast um að hætta að setja pressu á framherjann.

Fjölmiðlara hafa spáð Stefáni velgengni á þessu tímabili og skiljanlega.

Hann var frábær með HK á láni frá Blikum síðasta sumar en hélt síðan út til Bandaríkjanna til að klára nám sitt.

Þegar hann sneri aftur heim til Íslands fór hann að raða inn mörkunum á undirbúningstímabilinu með Blikum og byrjaði þá Bestu deildina af krafti með því að koma inn af bekknum og skora í fyrstu tveimur leikjunum.

Óskar Hrafn lagði fram beiðni um að fjölmiðlamenn myndu hætta að setja óþarfa pressu á Stefán Inga en Tómas Þór skildi ekkert í þessum ummælum.

„Maður verður að passa sig að nota ekki of stór orð til að lenda í einhverri DV-fyrirsögn, en þetta var náttúrlega mjög áhugavert verður að segjast. Fyrir þá sem þekkja ekki til Stefáns Inga þá er drengurinn 22 ára gamall. Hann er ekki 16 og er búinn að ljúka háskólanámi í Bandaríkjunum þar sem hann var bara einn á 'campus' og var bara að koma heim, skora mörk, farið út og lært. Hann hefur bara skorað þegar hann hefur spilað fótbolta og það er ekkert sérstaklega flókið.“

„Það er góður maður í stjórn Víkings sem er búinn að reyna að fá hann og hafa verið að renna hýru auga til hans í mörg ár, þannig ég hef vitað af honum í mörg ár og hann hefur bara alltaf skorað.“

„Þessi beiðni hans myndi kannski halda vatni ef að Stefán Ingi hefði ekki skorað 1-3 mörk í hverjum einasta leik sem hann spilaði á undirbúningstímabilinu. Hann skoraði og skoraði og var síðan kominn á bekkinn til að halda honum á jörðinni eða eitthvað. Síðan er hann búinn að spila tvo leiki í Bestu deild karla, kom inná í báðum og getur þú sagt mér hvað hann er búinn að skora mörg mörk í þessum tveimur leikjum?“

„Þannig hann er búinn að skora í öllum leikjum sem hann hefur spilað. 22 ára gamall strákur með háskólagráðu frá Bandaríkjunum og við erum að tala um hann eins og hann sé 12 ára? 2001 módel er ekki ungt lengur. Óskar er aðeins búinn að gleyma því hver hann var, það er svolítið þannig.“

„Í ljósi þess vill maður biðjast formlega afsökunar á að hafa sett þessa pressu á Stefán og reyndar líka Ísak Andra af því ég var búinn að spá honum mikilli velgengni eins og annar hver maður sem hefur fjallað um fótbolta. Farandi aftur í tímann þá spáði ég því að Aron Elís yrði góður í efstu deildinni árið 2014, þá var hann tvítugur. Ég sé svolítið eftir því núna og sama með Hilmar Árna og fleiri menn. Ég setti saman lið til að fylgjast með í sumar. Þetta eru spennandi leikmenn sem kannski þekkja ekkert allir en vil ekki setja of mikla pressu á þá.“


Tómas setti upp lið af leikmönnum sem verður gaman að fylgjast með í sumar án þess að vilja setja einhverja óþarfa pressu á þá.

„Í markinu er Ingvar Jónsson, í vörninni eru þeir Birkir Már Sævarsson, Haukur Páll, Eiður Aron, Kristinn Jónsson. Á miðjunni eru Pablo Punyed, Gummi Kristjáns og Hallgrímur Mar. Hann er 90 model og er tæpur. Frammi Kjartan Henry, Aron Jó og Andri Rúnar Bjarnason. Þetta eru spennandi strákar,“ sagði Tómas í lokin.
Óskar Hrafn: Ég vil biðja ykkur um að slaka á og hætta að tala hann upp
Útvarpsþátturinn - Besta, KR og landsliðsmál
Athugasemdir
banner
banner