Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 14:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenskir Chelsea stuðningsmenn svara - Pochettino farinn
Pochettino er ekki lengur stjóri Chelsea.
Pochettino er ekki lengur stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea hafnaði í sjötta sæti á nýliðnu tímabili.
Chelsea hafnaði í sjötta sæti á nýliðnu tímabili.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel er vinsæll kostur hjá stuðningsmönnum Chelsea.
Thomas Tuchel er vinsæll kostur hjá stuðningsmönnum Chelsea.
Mynd: EPA
Behdad Eghbali og Todd Boehly fara fyrir eigendahópi Chelsea. Þeir hafa farið mikinn í stjórnartíð sinni hjá félaginu.
Behdad Eghbali og Todd Boehly fara fyrir eigendahópi Chelsea. Þeir hafa farið mikinn í stjórnartíð sinni hjá félaginu.
Mynd: Getty Images
Fá Mourinho aftur heim?
Fá Mourinho aftur heim?
Mynd: EPA
Kieran McKenna er spennandi stjóri.
Kieran McKenna er spennandi stjóri.
Mynd: Getty Images
'Þá er bara eitt nafn sem kemur til greina hjá mér og það er hann Xavi'
'Þá er bara eitt nafn sem kemur til greina hjá mér og það er hann Xavi'
Mynd: EPA
Fabregas hefur verið nefndur til sögunnar en hann hefur gert flotta hluti með Como á Ítalíu.
Fabregas hefur verið nefndur til sögunnar en hann hefur gert flotta hluti með Como á Ítalíu.
Mynd: EPA
Chelsea er í stjóraleit.
Chelsea er í stjóraleit.
Mynd: EPA
Í gær baráust þau tíðindi að Mauricio Pochettino myndi ekki halda áfram í starfi sínu sem stjóri Chelsea. Hann stýrði liðinu í eitt tímabil en lokaniðurstaðan var sjötta sæti. Lundúnafélagið endaði tímabilið vel og það virtust vera jákvæð teikn á lofti en samt var Argentínumaðurinn látinn fara.

Fótbolti.net tók í dag stöðuna á nokkrum Chelsea stuðningsmönnum og fékk svör frá þeim við þessum fréttum. Hvað finnst þeim um þetta allt saman? Við lögðum fyrir þá þessar spurningar:

1) Hver voru þín fyrstu viðbrögð við þessum fréttum?

2) Er þetta rétt ákvörðun?

3) Hver á að taka við liðinu?

4) Ertu sáttur með þá vegferð sem eigendur Chelsea eru á?

Haraldur Örn Haraldsson
1) Ég var svona aðeins búinn að lesa milli línanna í sögurnar þannig þetta kom mér ekkert rosalega á óvart.

2) Ég var hins vegar mjög svekktur. Þetta var loksins farið að líta vel út hjá honum. Ég vildi líka ekki sjá hann fara því ég er ekkert rosalega hrifinn af þeim nöfnum sem eru á þjálfaramarkaðnum, og ef við ætlum að taka einhvern nýjan ungan og óreyndan þá er þetta svo mikið eins og að fara aftur á byrjunarreit.

3) Ég myndi helst vilja sjá Tuchel taka við liðinu, en mér finnst það ólíklegt miðað við það sem maður er að lesa. Annars kannski Höeness hjá Stuttgart eða ef planið er að taka einhvern ungan og spennandi þjálfara þá er eina rétta svarið Cesc Fabregas.

4) Eigendahópurinn má fara í rassgat.

Haukur Harðarson
1) Þetta kom alveg smá á óvart. Pochettino virtist loksins vera farinn að ná tökum á þessum ótrúlega tilviljankennda og skringilega samsetta leikmannahópi. En á hinn bóginn er ekkert sem kemur manni lengur á óvart sem snertir Chelsea og Todd Boehly.

2) Ég er ekki viss. Það er ekkert grín að finna réttu blönduna og ná því besta út úr þessum leikmannahópi. Eftir frábæra spilamennsku síðustu vikna var maður samt farinn að leyfa sér að dreyma fyrir næsta tímabil, en þessi óvissa setur liðið að einhverju leyti aftur á byrjunarreit. Pochettino virtist vera á réttri leið með að smíða eitthvað skrímsli en ef hann fær ekkert um það að segja hverjir verða keyptir og seldir í sumar er mjög skiljanlegt að hann nenni þessu ekki lengur.

3) Nokkrir ungir og spennandi stjórar nefndir. Við Chelsea menn höfum prófað þetta allt saman. Við tókum Andre Villas-Boas hér um árið sem væri sambærilegt og að veðja á Ruben Amorim núna. Við höfum farið í gömlu kempurnar og unga og efnilega stjóra en oft hefur þetta endað með ósköpum. Ég hef ekki fylgst mikið með Kiearan McKenna hjá Ipswich en hann skítlúkkar og virkar spennandi. En annars væri sennilega best bara að fá Kónginn í enn eitt skiptið á Brúnna og láta Mourinho koma þessum oflaunuðu prímadonnum almennilega niður á jörðina. McKenna stjóri og Mourinho aðstoðarstjóri væri líklega draumacombóið.

4) Ég er sáttur með peningana sem þeir eru tilbúnir að spreða en ósáttur við kaupstefnuna og þessa svaðalegu lengd á samningum sem læsir misgóða menn inni á Brúnni næsta áratuginn liggur við. Ég kann alltaf betur við þegar stjórar (lesist Pep og Klopp) kaupa menn sérstaklega til að leysa ákveðnar stöður og byggja upp frekar en að hrúga inn spennandi leikmönnum.

Jón Aðalsteinn Kristjánsson
1) Mín fyrstu viðbrögð, ég var bara nokkuð sáttur. Liðið vissulega búið að finna ákveðin takt, en líka nýbúið að tapa fyrir Arsenal á þannig hátt að það er engan veginn boðlegt.

2) Ég held að þetta sé rétt ákvörðun, ég sé ekki Poch fara með þetta lið eitthvað lengra.

3) Það er talað um að Chelsea vilji ungan og metnaðarfullan þjálfara til sín, þá er bara eitt nafn sem kemur til greina hjá mér og það er hann Xavi. Hann veit hvað það er að vinna, sem leikmaður og þjálfari. Hann er búinn að vera í virkilega erfiðum aðstæðum hjá Barcelona og hefur gert vel. Honum hefur tekist að búa til A -landsliðsmenn sem eru 16-18 ára gamlir leikmenn, þú tekur það ekkert upp af götunni.

4) Eigendur Chelsea eru svona sirka 15 mínútum frá því að kveikja endanlega í klúbbnum. Þeir virðast ekki hafa hundsvit á því hvað þeir eru að gera. Ef þeir ráða Thomas Frank, þá veit ég ekki hvað gerist. Þeir gætu allt eins ráðið Benitez aftur. Er ég sáttur? ALLS EKKI.

Kári Snorrason
1) Sjokk, fyrst að stjórnin rak hann ekki í byrjun febrúar þá bjóst ég alls ekki við þessu núna. Loks þegar Poch var búinn að ná að púsla liðinu saman og komin jákvæðni í kringum liðið, þá er rifið í gikkinn.

2) Alls ekki, ruglið sem þetta blessaða félag er komið í er með ólíkindum. Það var gefið að þetta yrði aldrei auðvelt verkefni, það þarf að byggja fyrir framtíðina og þá þarf þjálfari að fá tíma. Þeir hefðu betur átt að reka sjúkraþjálfarateymið í staðinn.

3) Langlíklegasti kosturinn er De Zerbi, eigendahópurinn hefði frekar átt að kaupa Brighton frekar en Chelsea. Fáir spennandi á lausu, væri samt mest til í Móra aftur og fá einhverja geðveiki í þetta.

4) Úff, langt frá því. Þeir vilja byggja upp ungt og spennandi lið en á sama tíma vinna, það mun aldrei ganga upp ef þjálfarar fá ekki tíma. Kaupin sem Chelsea hefur gert síðustu ár eru til skammar. Núna þarf að virkja samtalið og fá ofurkonuna Marinu Granovskaia aftur í félagið.

Stefán Marteinn Ólafsson
1) Mín fyrstu viðbrögð voru að hrista bara hausinn og reyna velta því fyrir mér hvað Toddarinn og Eghbali eru að spá. Hendur á haus og bara hvað er að eiga sér stað.

2) Fullkomlega galin ákvörðun á þessum tímapunkti. Hefði skilið þetta eftir tapið gegn Liverpool í Carabao eða eftir Arsenal útreiðina. Fyrst þetta var alltaf að fara vera niðurstaðan er stórundarlegt að þetta hafi ekki gerst þá. Það að láta manninn fara þegar hann endar tímabilið svona sterkt og vinnur alla leikina í maí og tryggir Evrópu sem leit lengi vel út fyrir að væri ekki að fara gerast og tala nú ekki um fótboltann sem liðið var farið að spila undir lokin. Maður var loksins farinn að sjá framfarir og fá von um þetta ‘project’ sem er búið að vera impra á. Núna er búið að sprengja þetta allt upp og á að byrja upp á nýtt.

3) Þeir vilja ungan og metnaðarfullan þjálfara til að ‘emulate-a’ Xabi Alonso segja þeir. Ég sé engan betri til að veðja á heldur en Cesc Fabregas fyrst það er pælingin. Hann gæti orðið okkar Alonso. Cesc veit hvað það er að spila fyrir Chelsea, er úr þessum spænska skóla og veit hvað það er að vinna. Hann yrði mitt val úr frá því hverju Toddarinn á að vera leitast eftir. Fá hann og John Terry saman í teymi.

Af þeim sem hafa verið orðaðir við starfið þá er enginn þeirra sem öskrar á mann um að þarna sé rétti maðurinn. Enginn á þessum listum hefur unnið neitt sem er ákveðið áhyggjuefni.

4) Ekki að öllu leyti. Mér finnst margt sem þeir hafa verið að gera spennandi eins og til dæmis að ráðast inn á suður Ameríku markaðinn. Þessi stefna að kaupa bara unga leikmenn er alveg skemmtileg pæling en ég er ekkert svo viss um að hún gangi endilega upp ef það er enginn reynsla með því. Verður sennilega rosalega gott og skemmtilegt lið upp úr 2025/2026 en það er samt alveg heilt ár plús í það sem er helvíti langur tími í fótbolta.

Maður veit í raun ekkert hvar maður hefur þá og það verður sennilega ekki fyrr en eftir nokkur ár sem maður getur raunverulega lagt mat á það hvort þetta sem þeir eru að gera sé að ganga upp eða ekki. Eins og staðan er núna þá eru þeir að skilja eftir ennþá fleiri spurningar heldur en svör.
Athugasemdir
banner
banner
banner