Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 22. maí 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þessir eru líklegastir til að taka við Chelsea
Roberto De Zerbi er hættur með Brighton.
Roberto De Zerbi er hættur með Brighton.
Mynd: Getty Images
Kieran McKenna er númer tvö á lista en hann var að koma Ipswich upp í ensku úrvalsdeildina.
Kieran McKenna er númer tvö á lista en hann var að koma Ipswich upp í ensku úrvalsdeildina.
Mynd: Getty Images
Robert De Zerbi, fráfarandi stjóri Brighton, er líklegastur til að taka við Chelsea ef marka má veðbanka núna í morgunsárið. Þar á eftir koma Kieran McKenna og Ruben Amorim.

Mauricio Pochettino var í gær rekinn frá Chelsea eftir að hafa stýrt liðinu í eitt tímabil.

Pochettino gerði tveggja ára samning við Chelsea síðasta sumar eftir að hafa áður stýrt Paris Saint-Germain, Tottenham, Southampton og Espanyol.

Pochettino kom Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins en tapaði fyrir Liverpool á Wembley. Þrátt fyrir slaka byrjun náði hann að klára tímabilið í 6. sæti og tryggja Evrópusæti fyrir næstu leiktíð en það dugði ekki til að halda starfinu.

Það verður fróðlegt að sjá hver tekur við en þessir eru líklegastir til að taka við samkvæmt veðbankanum Bet365:

1. Robert De Zerbi (atvinnulaus)
2. Kieran McKenna (Ipswich)
3. Vincent Kompany (Burnley)
4. Ruben Amorim (Sporting)
5. Cesc Fabregas (Como)
6. Thomas Tuchel (atvinnulaus)
7. Thomas Frank (Brentford)
8. Sergio Conceicao (Porto)
9. Enzo Maresca (Leicester)
10. Sebastian Hoeness (Stuttgart)
Athugasemdir
banner