Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   sun 22. október 2017 22:00
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Fanndís: Þurfum að gleyma sigrinum í smástund
Kvenaboltinn
Frá leiknum á móti Þýskalandi á föstudag. Fanndís segir að íslenska landsliðið þurfi að gleyma þeim glæsilega sigri í smástund og einbeita sér að næsta verkefni.
Frá leiknum á móti Þýskalandi á föstudag. Fanndís segir að íslenska landsliðið þurfi að gleyma þeim glæsilega sigri í smástund og einbeita sér að næsta verkefni.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Stelpurnar okkar eru mættar til Znojmo í Tékklandi þar sem þær munu mæta heimakonum í þriðja leik sínum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á þriðjudag. Fótbolti.net hitti á Fanndísi Friðriksdóttur á liðshótelinu fyrr í dag. Landsliðskonurnar fengu frí frá fótbolta í dag til að hlaða batteríin og við byrjuðum á að spyrja Fanndísi hvernig þær hefðu nýtt daginn.

„Við kíktum í eitthvað outlet mall sem er hérna rétt hjá. Það var fínt að gera eitthvað annað en að vera í fótbolta. Fínt að rölta bara þarna um og skoða.“

Næsta verkefni er handan við hornið en framundan er erfiður útileikur við Tékka. Eru íslensku landsliðskonurnar komnar niður á jörðina eftir sigurinn magnaða á föstudag?

„Mér fannst við fljótar að ná okkur niður á jörðina. Auðvitað verður sigurinn á móti Þýskalandi aldrei tekinn af okkur en við þurfum samt sem áður að gleyma honum í smástund og fókusera á þennan leik sem er á þriðjudaginn,“ svaraði Fanndís.

Að lokum spurðum við Fanndísi út í áhugaverða Twitter-færslu þar sem Fanndís ljóstrar því upp að hún hafi einu sinni haldið að landsliðskonan Hallbera, góðvinkona og herbergisfélagi, héti eftirnafninu Berry.

„Við vorum einhvern tímann upp á herbergi að ræða hlutina og ég spurði: Hvað heitirðu þá eiginlega? Hallbera Guðný Gísladóttir Berry eða Hallbera Guðný Berry Gísladóttir. Ég skildi þetta ekki alveg sko,“ sagði Fanndís hlæjandi að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir