Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 22. október 2021 10:37
Elvar Geir Magnússon
Útsendingar frá íslenska boltanum aðgengilegar um allan heim
Orri Hlöðversson, formaður ÍTF, handsalar samninginn við Chris Gerstle, framkvstj hjá European Leagues.
Orri Hlöðversson, formaður ÍTF, handsalar samninginn við Chris Gerstle, framkvstj hjá European Leagues.
Mynd: ÍTF
Mynd: Haukur Gunnarsson
Í dag var undirritaður samningur til þriggja ára við tvær alþjóðlegar streymisveitur sem tryggir að íslenskur fótbolti verður í fyrsta sinn aðgengilegur um heim allan.

Streymisveiturnar munu sýna þrjá leiki úr efstu deild karla í hverri umferð og að minnsta kosti einn af þeim verður með enskri lýsingu.

Auk íslenska boltans eru Danmörk, Kasakstan, Lettland, Norður-Írland, Noregur, Pólland, Slóvakía og Sviss í pakkanum.

Tilkynning ÍTF - Íslenskur fótbolti nær til hundruð milljóna um allan heim
Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, samtök efstudeildafélaga á Íslandi, hefur gengið til liðs við Evrópsku deildasamtökin (e. European Leagues, www.europeanleagues.com ), með 40 deildir, 1000 félög í 30 löndum innanborðs.

Í dag undirrituðu fulltrúar ÍTF, EL og 8 annarra deilda þriggja ára samning við tvær alþjóðlegar streymisveitur, The Eleven Group (stærstu fótbolta-streymisveitu heims með yfir 660 milljónir notenda á www.ElevenSports.com , 40.000 leiki sýnda 2021 í yfir 200 löndum) og OneFootball (með um 100 millónir notenda hvern mánuð að ýmsu hliðarefni, www.onefootbball.com). Þessi tímamótasamningur snýst um dreifingu leikja í 9 af efstu deildum karla í Evrópu til áskrifenda um allan heim. Hann tryggir að íslenskur fótbolti verður í fyrsta sinn aðgengilegur um heim allan. Í samningnum, sem tekur gildi varðandi Ísland í upphafi næstu leiktíðar, felst að 3 leikir úr efstu deild karla verða í boði í hverri umferð og amk einum þeirra verður lýst með enskum þul.

Dreifingu til erlendu aðilanna, sérstaka framleiðslu og hýsingu myndefnis annast ÍTF og samstarfsfyrirtæki. Orri Hlöðversson, formaður ÍTF, undirritaði samninginn í dag á aðalfundi EL í Mílano, en ÍTF var einmitt samþykkt sem fertugasti meðlimur samtakanna á fundinum.

„Hér erum við að stíga stórt skref fyrir íslenska knattspyrnu, reyndar það fyrsta af mörgum sem framundan eru varðandi sjónvarps- og markaðsréttindi. Það er ákaflega mikilvægt að geta veitt aukinn aðgang að íslenskum fótbolta alls staðar í heiminum. Samningurinn gerir það að verkum að skyndilega er íslenska karladeildin komin á bekk með efstu deildum til dæmis í Danmörku, Noregi, Sviss og Póllandi. Það eru gríðarlega spennandi tímar framundan í íslenskum fótbolta í þessum efnum," sagði Orri eftir undirritunina.
Athugasemdir
banner
banner