Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. nóvember 2023 10:02
Elvar Geir Magnússon
Erfið byrjun Nagelsmann: Ótrúlega mikið verk fyrir höndum
Nagelsmann klórar sér í kollinum.
Nagelsmann klórar sér í kollinum.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýska landsliðið hefur ekki farið vel af stað í stjórnartíð Julian Nagelsmann. Hann tók við af Hansi Flick í september og byrjaði á sigri gegn Bandaríkjanum, en svo kom jafntefli gegn Mexíkó og tap gegn Tyrklandi.

Í gær tapaði liðið svo vináttulandsleik gegn Austurríki í Vín 2-0 en þýska liðið lék manni færri frá 49. mínútu en þá missti Leroy Sane stjórn á skapi sínu og hrinti Phillipp Mwene eftir tæklingu.

„Það er ekki flæði í spilamennskunni okkar. Það er ótrúlega mikið verk fyrir höndum í öllum þáttum leiksins. Við þurfum að horfast í augu við stöðuna en megum ekki spila okkur fórnarlömb," sagði Nagelsmann í viðtali við ZDF.

„Á æfingum eru menn að ná mjög vel saman en ná ekki að skila því inni á vellinum. Það vantar sjálfstraust sem er kannski ekki skrítið þegar horft er á síðustu mánuði."

Ilkay Gundogan fyrirliði Þýskalands var einnig til viðtals.

„Það er pirringur og vonbrigði. Að lokum þá var það mjög auðvelt fyrir Austurríkismenn að skapa færi. Það er ekki bara vörninni að kenna, varnarleikurinn byrjar fremst á vellinum," sagði Gundogan.

Þýskaland verður á heimavelli á EM á næsta ári en bæði lið komast að því 2. desember í hvaða riðlum þau verða en þá verður dregið í riðlakeppnina.
Athugasemdir
banner
banner