KFG hefur ráðið Brynjar Kristmundsson og Olgeir Sigurgeirsson sem þjálfara liðsins fyrir tímabilið í 2. deild næsta sumar. Þórir Karlsson og Orian Burzic verða einnig í teyminu.
Veigar Páll Gunnarsson og Andrés Már Logason hafa látið af störfum.
Veigar Páll Gunnarsson og Andrés Már Logason hafa látið af störfum.
Fréttatilkynning KFG
Þjálfarabreytingar hjá KFG ??
Breytingar hafa orðið á þjálfarateymi KFG frá síðasta tímabili. Þeir Veigar Páll og Andrés Már hafa ákveðið að stíga til hliðar og þakkar félagið þeim kærlega fyrir 2 góð tímabil.
KFG hefur stimplað sig inn sem stöðugt félag í 2.deild sem er langt því frá að vera sjálfsagður hlutur fyrir svo ungt félag.
Við Stjórnartaumunum taka þeir Brynjar Kristmundsson og Olgeir Sigurgeirsson, þá verða þeir Þórir Karlsson og Orian Burzic þeim innan handar í þjálfarateymi félagsins.
Með þessari ráðningu styrkir KFG og Stjarnan sitt samstarf enn frekar, en meginhlutverk KFG er að veita ungum og efnilegum knattspyrnumönnum tækifæri á að spila knattspyrnu innan Garðabæjar og þróa sinn leik.
Það ríkir mikil spenna fyrir komandi tímabili, enda reynslumiklir þjálfarar að taka við taumunum sem hafa bæði sannað sig sem leikmenn og þjálfarar á sínum ferli.
Áfram KFG!
Athugasemdir

