Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. febrúar 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
„Fyrir félagið er þetta gríðarlega stórt"
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lena Oberdorf er að skipta frá Wolfsburg til Bayern í sumar.
Lena Oberdorf er að skipta frá Wolfsburg til Bayern í sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur áfram verið algjör lykilmaður í stórveldinu Bayern München á yfirstandandi tímabili en liðið er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, með einu stigi meira en Wolfsburg.

Bayern er ríkjandi meistari og það er ánægjuefni fyrir liðið að vera á toppnum, en það voru mikil vonbrigði hvernig fór í Meistaradeildinni. PSG og Ajax fóru áfram úr riðlinum á meðan Bayern sat eftir með sárt ennið.

„Já, þau voru gríðarleg vonbrigðin í Meistaradeildinni. Við ætluðum okkur auðvitað upp úr riðlinum, en klúðruðum þessu því miður fyrir jól. Við áttum slæman mánuð og það er gríðarlega svekkjandi," segir Glódís.

„Við getum enn unnið tvo bikara og við erum með fulla einbeitingu á því núna."

Er erfitt að jafna sig á því að komast ekki upp úr riðlunum í Meistaradeildinni?

„Já og nei. Auðvitað er þetta gríðarlega svekkjandi en fótboltinn er þannig að það kemur strax bara eitthvað nýtt. Við erum í þannig stöðu í deildinni að við þurfum bara að vinna alla leiki. Það er það sem við Wolfsburg mun gera. Maður finnur sér eitthvað nýtt til að fókusa á og við höfum gert það vel. Við vorum að spila illa fyrir jól en erum búnar að ná upp góðri frammistöðu eftir jól."

Bayern og Wolfsburg eru sterkustu liðin í Þýskalandi og þannig hefur það verið undanfarin ár. Bayern sendi frá sér alvöru yfirlýsingu á dögunum þegar félagið keypti Lenu Oberdorf, miðjumann Wolfsburg og þýska landsliðsins. Hún er einn besti leikmaður í heimi en hún gengur í raðir Bayern í sumar.

„Hún er leikmaður í heimsklassa og það verður ótrúlega gaman að fá hana í sumar. Fyrir Bayern var þetta gríðarlega stórt þar sem þetta er held ég í fyrsta skipti að leikmaður skiptir frá Wolfsburg í Bayern. Það hefur yfirleitt verið í hina áttina. Fyrir félagið er þetta gríðarlega stórt og hún mun klárlega styrkja okkar lið. Ég er spennt að sjá hvernig hún passar í okkar lið í sumar, en hún vill klárlega vinna deildina með Wolfsburg fyrst," segir Glódís sem er jafnframt fyrirliði Bayern.

„Það eru margir leikir eftir og deildin hefur líklega aldrei verið jafn jöfn og hún er núna. Liðin sem hafa verið í neðri hlutanum hafa verið að styrkja sig. Þetta verður gríðarlega spennandi vor."

Hægt er að sjá viðtalið við Glódísi í spilaranum hér fyrir neðan en Ísland mætir á eftir Serbíu í mikilvægum leik. Sá leikur hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma og er í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Athugasemdir
banner
banner
banner