Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fös 23. febrúar 2024 18:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Icelandair
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr stúkunni í kvöld.
Úr stúkunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er skárra en tap. Það er fínt að við förum út í næsta leik með 1-1 jafntefli. Við erum að fara til Íslands og það ætti að vera betra fyrir okkur," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Íslands, eftir jafntefli gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

Jafntefli eru fín úrslit, sérstaklega þar sem það er hægt að bæta frammistöðuna mikið fyrir seinni leikinn á Kópavogsvelli í næstu viku.

„Já, algjörlega. Bæði lið vildu ekki misstíga sig. Þetta var mikilvægur leikur. Við getum bætt mikið í okkar uppspili og þannig," segir Hildur sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik.

„Það var mjög gaman að koma inn á, smá erfitt. Stelpurnar hjálpuðu mér mikið að komast inn í leikinn með því að tala við mig og það hjálpaði."

Það vakti athygli fréttamanns að það voru tveir íslenskir stuðningsmenn í stúkunni í Stara Pazova í kvöld en þeir voru báðir með 'Antonsdóttir og 16' á bakinu.

„Það gefur manni alltaf extra. Þeir eru búnir að ferðast hingað frá mismunandi löndum. Annar þeirra var kærastinn minn sem býr út í Hollandi með mér og hinn var æskuvinur minn sem býr í Danmörku. Þetta er styttra en að koma frá Íslandi þannig að þeir ákváðu að nýta tækifærið og hittast í Serbíu," sagði Hildur brosandi.

„Það var mjög gaman að sjá þá. Þeir komu líka með íslenska fánann."

Heimaleikurinn er á Kópavogsvelli og Hildur þekkir þann völl mjög vel eftir að hafa spilað lengi með Breiðabliki.

„Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt að spila aftur á Kópavogsvelli. Mér líður vel þar. Við erum þónokkrar Blikastelpur í liðinu og vonandi náum við að taka sigur þar," sagði Hildur að lokum en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner