Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fös 23. febrúar 2024 18:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Icelandair
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr stúkunni í kvöld.
Úr stúkunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er skárra en tap. Það er fínt að við förum út í næsta leik með 1-1 jafntefli. Við erum að fara til Íslands og það ætti að vera betra fyrir okkur," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Íslands, eftir jafntefli gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

Jafntefli eru fín úrslit, sérstaklega þar sem það er hægt að bæta frammistöðuna mikið fyrir seinni leikinn á Kópavogsvelli í næstu viku.

„Já, algjörlega. Bæði lið vildu ekki misstíga sig. Þetta var mikilvægur leikur. Við getum bætt mikið í okkar uppspili og þannig," segir Hildur sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik.

„Það var mjög gaman að koma inn á, smá erfitt. Stelpurnar hjálpuðu mér mikið að komast inn í leikinn með því að tala við mig og það hjálpaði."

Það vakti athygli fréttamanns að það voru tveir íslenskir stuðningsmenn í stúkunni í Stara Pazova í kvöld en þeir voru báðir með 'Antonsdóttir og 16' á bakinu.

„Það gefur manni alltaf extra. Þeir eru búnir að ferðast hingað frá mismunandi löndum. Annar þeirra var kærastinn minn sem býr út í Hollandi með mér og hinn var æskuvinur minn sem býr í Danmörku. Þetta er styttra en að koma frá Íslandi þannig að þeir ákváðu að nýta tækifærið og hittast í Serbíu," sagði Hildur brosandi.

„Það var mjög gaman að sjá þá. Þeir komu líka með íslenska fánann."

Heimaleikurinn er á Kópavogsvelli og Hildur þekkir þann völl mjög vel eftir að hafa spilað lengi með Breiðabliki.

„Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt að spila aftur á Kópavogsvelli. Mér líður vel þar. Við erum þónokkrar Blikastelpur í liðinu og vonandi náum við að taka sigur þar," sagði Hildur að lokum en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner