Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn
Icelandair
Mynd: EPA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Serbía 1 - 1 Ísland
1-0 Tijana Filipovic ('19 )
1-1 Alexandra Jóhannsdóttir ('23 )
Rautt spjald: Dina Blagojevic, Serbía ('83) Lestu um leikinn

Íslenska kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Serbíu í fyrri leik liðanna í umspili í A-deild Þjóðadeildarinnar, en leikurinn fór fram á Sport Center FA of Serbia-vellinum í Stara Pazova í Serbíu.

Heimakonur byrjuðu vel og var aðeins tímaspursmál hvenær mark kæmi frá þeim. Það kom á 19. mínútu leiksins er Tijana Filipovic skoraði úr teignum eftir að Serbarnir tóku hornspyrnu stutt. Sofandaháttur í íslenska liðinu, en viðbrögðin voru frábær.

Aðeins fjórum mínútum síðar kom jöfnunarmarkið. Sveindís Jane Jónsdóttir er þekkt fyrir sín hættulegu innköst og kom markið eftir eitt slíkt. Hún setti hann á nærstöngina og eftir vandræðagang náði Alexandra Jóhannsdóttir að pota boltanum í netið.

Íslenska liðið efldist eftir markið og var það nálægt því að taka forystuna tæpri mínútu síðar. Aftur var það Sveindís með langt innkast og í þetta sinni á Guðrúnu Arnardóttur, sem setti boltann framhjá úr dauðafæri.

Staðan í hálfleik 1-1. Serbarnir byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þann fyrri. Það munaði ekki miklu að Alexandra Jóhannsdóttir setti boltann í eigið net eftir fyrirjgöf Serba.

Það er í raun ótrúlegt hvernig þær náðu ekki inn öðru marki. Það fékk fullt af færum til þess en sigurmarkið kom aldrei.

Dina Blagojevic fékk tvö gult með stuttu millibili undir lok leiks og þar með rautt. Hún verður því í banni í seinni leiknum sem fer fram á Kópavogsvelli á þriðjudag.

Ísland getur verið ánægt með 1-1 jafntefli. Eina ógn Íslands var eftir innköst og þá vantaði það að halda betur í boltann. Ýmislegt sem má laga fyrir seinni leikinn sem verður úrslitaleikur um sæti í A-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner