Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric hefur miklar mætur á liðsfélaga sínum hjá Real Madrid, franska landsliðsmanninum Kylian Mbappé.
Þessir tveir félagar mættust í hörkuslag þegar Króatía lagði Frakkland að velli 2-0 í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar á dögunum. Seinni leikurinn fer fram í kvöld.
Mbappé reyndi að fiska vítaspyrnu í fyrri leiknum í Króatíu og var Modric snöggur að hlaupa að honum til að ausa yfir hann skömmunum, sem Mbappé tók glottandi.
21.03.2025 07:00
Modric urðaði yfir Mbappe sem reyndi að fiska vítaspyrnu
„Ef Kylian heldur áfram að spila svona vel með okkur í Real Madrid þá á hann eftir að vinna Ballon d'Or oftar en einu sinni á ferlinum," sagði Modric við Telefoot fyrir seinni viðureign liðanna sem fer fram í Frakklandi.
„Mbappé lætur hlutina líta út fyrir að vera auðvelda, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það sem kom mér samt mest á óvart er hvernig manneskja hann er. Hann er ótrúlega gott eintak, mjög hógvær, alltaf rólegur, í góðu skapi og til í að grínast. Fólk segir að hann sé ekki að eiga sitt besta tímabil en hann er samt búinn að skora 30 mörk."
Athugasemdir