Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   sun 23. mars 2025 18:42
Fótbolti.net
Sjáðu mörkin frá Murcia og rauða spjald Arons: Ísland í brattri brekku
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú stendur yfir leikur Íslands og Kósovó í Þjóðadeildinni. Um er að ræða umspil um að vera í B-deildinni í næstu útgáfu en tapliðið verður í C-deildinni.

Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir strax í upphafi leiksins en Kósovó náði að skora tvívegis fyrir hálfleik og ná þar með 4-2 forystu samtals í einvíginu.

Í seinni hálfleik fékk Aron Einar Gunnarsson rautt spjald eftir að hafa komið inn sem varamaður og ellefu gegn tíu bætti Kósovó við marki. Vedat Muriqi innsiglaði þrennu sína.

Vísir birtir mörkin úr leiknum og má sjá þau hér að neðan.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  3 Kósovó

1-0 Orri Steinn Óskarsson '2


1-1 Vedat Muriqi '35


1-2 Vedat Muriqi '45


Rautt spjald: Aron Einar Gunnarsson '69

1-3 Vedat Muriqi '79

Athugasemdir
banner
banner