Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fim 23. maí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Newcastle með tvo leikmenn efsta á óskalista sínum
Jarrod Bowen.
Jarrod Bowen.
Mynd: EPA
Newcastle vonast til að landa bæði Jarrow Bowen og Dominic Calvert-Lewin í sumarglugganum en Telegraph segir frá.

Bowen er kantmaður sem getur einnig leikið sem fremsti maður. Hann hefur gert það gott með West Ham síðustu árin. Calvert-Lewin er sóknarmaður sem er á mála hjá Everton.

Þeir eru báðir á mjög stuttum innkaupalista Newcastle fyrir sumarið og hefur verið mikið rætt um þá innan félagsins.

Það verður hins vegar flókið og dýrt að kaupa þá þar sem þeir eru báðir enskir og eru á mála hjá öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni.

Bowen var búinn að gera munnlegt samkomulag við Newcastle fyrir fjórum árum síðan en Mike Ashley, þáverandi eigandi félagsins, sagðist þá ekki geta borgað 22 milljónir punda til að kaupa hann frá Hull City. Það gæti kostað Newcastle þrefalt meira en það að kaupa hann í sumar.

Það er búist við því að Callum Wilson muni yfirgefa Newcastle í sumar og er félagið að horfa í Calvert-Lewin sem arftaka fyrir hann. Newcastle telur að hann muni skora meira í sóknarsinnuðu liði en hann hefur gert hjá Everton.

Báðir eru þeir 27 ára gamlir en Newcastle þarf líklega að selja leikmenn til þess að geta keypt inn í sumar út af fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner