Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   mið 23. júní 2021 20:15
Elvar Geir Magnússon
Brynjar Gauti: Sáu allir og ömmur þeirra að boltinn var farinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var svakaleg dramatík í bikarleik Stjörnunnar og KA. Allt stefndi í framlengingu en í blálokin skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson sigurmark leiksins. Markið átti ekki að standa en boltinn var greinilega farinn út af þegar hann var lagður á Elfar.

Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, trúði ekki sínum eigin augum þegar Erlendur Eiríksson dómari og hans menn létu markið standa.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 KA

„Ég veit ekki hvað maður á að segja. Þetta er eitt það skrítnasta sem ég hef lent í inni á fótboltavelli. Allir og ömmur þeirra á vellinum sáu að boltinn var farinn út af. Allir nema blessaða þriðja liðið í þessum leik," sagði Brynjar eftir leik.

„Þetta er hrikalega dýrt fyrir okkur. Boltinn var kominn 30-40 sentimetra út fyrir, þetta var ekkert vafaatriði. Elfar Árni ákveður að dangla fætinum í hann upp á von og óvon held ég."

„Við getum líka sjálfum okkur um kennt. Við erum verðskuldað yfir þegar það eru 85 á klukkunni. Þeir jöfnuðu eftir að við höfðum fín tök á þessum leik og þeir ekkert að skapa sér. Við getum líka verið svekktir út í okkur sjálfa. Þetta sumar heldur áfram að gefa."

Horfðu á viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner