Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   fim 23. júní 2022 22:36
Arnar Laufdal Arnarsson
Höggi: Þetta var kærkomið
Ekki hræddir við að tapa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson stóð sína vakt vel í kvöld þegar að Breiðablik vann KR 4-0 á Kópavogsvelli í 12. umferð Bestu deildar karla.

Höskuldur hefur farið í nokkrar rimmur gegn KR og unnið nokkra, er þessi sigur sá sætasti?

„Já það verður bara að segjast, þeir hafa haft síðustu þrjú ár yfirhöndina ef svo má segja þannig þetta var bara kærkomið loksins," sagði fyrirliðinn í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KR

Tveir sigrar í röð gegn KR hefur ekki verið oft upp á teningnum hjá Breiðablik, hvað er að valda þessum viðsnúningi núna?

„Bæði finnst mér þetta bara vera að detta hjá okkur, við hefðum alveg getað unnið þá í fyrra svo erum við bara búnir að þroskast sem lið og erum samstilltari. Kjarninn er ennþá sá sami og búinn að vera í þrjú ár undir stjórn Óskars."

„Við erum að verða betri og betri í því sem við erum að gera og á sama tíma aðeins betri áhættustýring og ég held að það sé að skila þessu."

Höskuldur talaði um að liðið sé að þroskast, Breiðablikslið fyrir nokkrum árum hefði kannski misst dampinn eftir eitt tap, en svo er ekki raunin núna.

„Já algjörlega, við megum ekkert fara vera hræddir við að tapa og fara vernda eitthvað. Við sækjum alltaf, við erum alltaf að sækja og ekki passífir. Þegar þú ætlar að fara vernda eitthvað þá ferðu að tippla á tánum og gera mistök, tapa stigum. Við erum bara ekki hræddir við að tapa ég held að það sé fyrst og fremst þetta óttaleysi sem við sínum, sem er að skila þessum frammistöðum og sigrum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner