Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
   fim 23. júní 2022 22:36
Arnar Laufdal Arnarsson
Höggi: Þetta var kærkomið
Ekki hræddir við að tapa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson stóð sína vakt vel í kvöld þegar að Breiðablik vann KR 4-0 á Kópavogsvelli í 12. umferð Bestu deildar karla.

Höskuldur hefur farið í nokkrar rimmur gegn KR og unnið nokkra, er þessi sigur sá sætasti?

„Já það verður bara að segjast, þeir hafa haft síðustu þrjú ár yfirhöndina ef svo má segja þannig þetta var bara kærkomið loksins," sagði fyrirliðinn í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KR

Tveir sigrar í röð gegn KR hefur ekki verið oft upp á teningnum hjá Breiðablik, hvað er að valda þessum viðsnúningi núna?

„Bæði finnst mér þetta bara vera að detta hjá okkur, við hefðum alveg getað unnið þá í fyrra svo erum við bara búnir að þroskast sem lið og erum samstilltari. Kjarninn er ennþá sá sami og búinn að vera í þrjú ár undir stjórn Óskars."

„Við erum að verða betri og betri í því sem við erum að gera og á sama tíma aðeins betri áhættustýring og ég held að það sé að skila þessu."

Höskuldur talaði um að liðið sé að þroskast, Breiðablikslið fyrir nokkrum árum hefði kannski misst dampinn eftir eitt tap, en svo er ekki raunin núna.

„Já algjörlega, við megum ekkert fara vera hræddir við að tapa og fara vernda eitthvað. Við sækjum alltaf, við erum alltaf að sækja og ekki passífir. Þegar þú ætlar að fara vernda eitthvað þá ferðu að tippla á tánum og gera mistök, tapa stigum. Við erum bara ekki hræddir við að tapa ég held að það sé fyrst og fremst þetta óttaleysi sem við sínum, sem er að skila þessum frammistöðum og sigrum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir