Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   fim 23. júní 2022 22:36
Arnar Laufdal Arnarsson
Höggi: Þetta var kærkomið
Ekki hræddir við að tapa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson stóð sína vakt vel í kvöld þegar að Breiðablik vann KR 4-0 á Kópavogsvelli í 12. umferð Bestu deildar karla.

Höskuldur hefur farið í nokkrar rimmur gegn KR og unnið nokkra, er þessi sigur sá sætasti?

„Já það verður bara að segjast, þeir hafa haft síðustu þrjú ár yfirhöndina ef svo má segja þannig þetta var bara kærkomið loksins," sagði fyrirliðinn í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KR

Tveir sigrar í röð gegn KR hefur ekki verið oft upp á teningnum hjá Breiðablik, hvað er að valda þessum viðsnúningi núna?

„Bæði finnst mér þetta bara vera að detta hjá okkur, við hefðum alveg getað unnið þá í fyrra svo erum við bara búnir að þroskast sem lið og erum samstilltari. Kjarninn er ennþá sá sami og búinn að vera í þrjú ár undir stjórn Óskars."

„Við erum að verða betri og betri í því sem við erum að gera og á sama tíma aðeins betri áhættustýring og ég held að það sé að skila þessu."

Höskuldur talaði um að liðið sé að þroskast, Breiðablikslið fyrir nokkrum árum hefði kannski misst dampinn eftir eitt tap, en svo er ekki raunin núna.

„Já algjörlega, við megum ekkert fara vera hræddir við að tapa og fara vernda eitthvað. Við sækjum alltaf, við erum alltaf að sækja og ekki passífir. Þegar þú ætlar að fara vernda eitthvað þá ferðu að tippla á tánum og gera mistök, tapa stigum. Við erum bara ekki hræddir við að tapa ég held að það sé fyrst og fremst þetta óttaleysi sem við sínum, sem er að skila þessum frammistöðum og sigrum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir