Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
   fim 23. júní 2022 22:36
Arnar Laufdal Arnarsson
Höggi: Þetta var kærkomið
Ekki hræddir við að tapa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson stóð sína vakt vel í kvöld þegar að Breiðablik vann KR 4-0 á Kópavogsvelli í 12. umferð Bestu deildar karla.

Höskuldur hefur farið í nokkrar rimmur gegn KR og unnið nokkra, er þessi sigur sá sætasti?

„Já það verður bara að segjast, þeir hafa haft síðustu þrjú ár yfirhöndina ef svo má segja þannig þetta var bara kærkomið loksins," sagði fyrirliðinn í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KR

Tveir sigrar í röð gegn KR hefur ekki verið oft upp á teningnum hjá Breiðablik, hvað er að valda þessum viðsnúningi núna?

„Bæði finnst mér þetta bara vera að detta hjá okkur, við hefðum alveg getað unnið þá í fyrra svo erum við bara búnir að þroskast sem lið og erum samstilltari. Kjarninn er ennþá sá sami og búinn að vera í þrjú ár undir stjórn Óskars."

„Við erum að verða betri og betri í því sem við erum að gera og á sama tíma aðeins betri áhættustýring og ég held að það sé að skila þessu."

Höskuldur talaði um að liðið sé að þroskast, Breiðablikslið fyrir nokkrum árum hefði kannski misst dampinn eftir eitt tap, en svo er ekki raunin núna.

„Já algjörlega, við megum ekkert fara vera hræddir við að tapa og fara vernda eitthvað. Við sækjum alltaf, við erum alltaf að sækja og ekki passífir. Þegar þú ætlar að fara vernda eitthvað þá ferðu að tippla á tánum og gera mistök, tapa stigum. Við erum bara ekki hræddir við að tapa ég held að það sé fyrst og fremst þetta óttaleysi sem við sínum, sem er að skila þessum frammistöðum og sigrum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner