Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
   fim 23. júní 2022 22:36
Arnar Laufdal Arnarsson
Höggi: Þetta var kærkomið
Ekki hræddir við að tapa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson stóð sína vakt vel í kvöld þegar að Breiðablik vann KR 4-0 á Kópavogsvelli í 12. umferð Bestu deildar karla.

Höskuldur hefur farið í nokkrar rimmur gegn KR og unnið nokkra, er þessi sigur sá sætasti?

„Já það verður bara að segjast, þeir hafa haft síðustu þrjú ár yfirhöndina ef svo má segja þannig þetta var bara kærkomið loksins," sagði fyrirliðinn í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KR

Tveir sigrar í röð gegn KR hefur ekki verið oft upp á teningnum hjá Breiðablik, hvað er að valda þessum viðsnúningi núna?

„Bæði finnst mér þetta bara vera að detta hjá okkur, við hefðum alveg getað unnið þá í fyrra svo erum við bara búnir að þroskast sem lið og erum samstilltari. Kjarninn er ennþá sá sami og búinn að vera í þrjú ár undir stjórn Óskars."

„Við erum að verða betri og betri í því sem við erum að gera og á sama tíma aðeins betri áhættustýring og ég held að það sé að skila þessu."

Höskuldur talaði um að liðið sé að þroskast, Breiðablikslið fyrir nokkrum árum hefði kannski misst dampinn eftir eitt tap, en svo er ekki raunin núna.

„Já algjörlega, við megum ekkert fara vera hræddir við að tapa og fara vernda eitthvað. Við sækjum alltaf, við erum alltaf að sækja og ekki passífir. Þegar þú ætlar að fara vernda eitthvað þá ferðu að tippla á tánum og gera mistök, tapa stigum. Við erum bara ekki hræddir við að tapa ég held að það sé fyrst og fremst þetta óttaleysi sem við sínum, sem er að skila þessum frammistöðum og sigrum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner