Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 23. júní 2023 22:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Þá áttu ekkert skilið
Það veldur mér pínu áhyggjum
Það veldur mér pínu áhyggjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það svo telur ekki neitt þegar þú verst ekki fyrirgjöfum
Það svo telur ekki neitt þegar þú verst ekki fyrirgjöfum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tók út leikbann í dag.
Tók út leikbann í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við verðum bara að vera auðmjúkir og viðurkenna að varnarleikurinn í okkar eigin vítateig var ekki nógu góður. Þegar þú hleypir sex fyrirgjöfum inn í teig og fimm af þeim verða að marki, þá áttu ekkert skilið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn HK í Kórnum.

Lestu um leikinn: HK 5 -  2 Breiðablik

„Ég gat ekki séð að menn væru vanstilltir, get ekki útskýrt þetta. Við vorum einu skrefi á eftir inn í teignum okkar, stóðum of langt frá mönnunum okkar, vorum ekki á tánum þegar boltinn datt. Í fyrstu fjórum mörkunum vorum við afskaplega langt frá mönnunum, ólíkir sjálfum okkur og það veldur mér pínu áhyggjum. Eins skrítið og það er þá fannst mér margt gott í uppspilinu, en það svo telur ekki neitt þegar þú verst ekki fyrirgjöfum."

„Þeir komust í færi í hvert skipti sem þeir komu upp að teignum okkar og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Við vorum ólíkir sjálfum okkur þarna, inni í eigin vítateig, vegna þess að við höfum yfirleitt verið góðir að verja markið okkur."

„Mér fannst þeir reyndar ekkert líða ekkert sérstaklega þægilega, en þegar þú lendir undir þá geturu ekki tekið þér alveg jafnmikinn tíma og þú vilt og þarft til þess að gera það sem við gerðum í byrjun leiks. Við þurftum að fara hraðar fram. Mér fannst margt gott sóknarlega, en við föllum á það sverð að verjast ekki inni í teig og það fer með þennan leik fyrir okkur."


HK hefur skorað níu mörk á móti Breiðabliki. Er HK með tak á Breiðabliki?

„Nei, ég held ekki. Þetta er bara fínt lið, með fína leikmenn sem taka sénsana sem þeir fá. Erfitt að segja að þeir séu með tak á okkur, en næst þegar við spilum við HK þá verðum við að verjast betur. Það er alveg ljóst."

Dökkir litir eða raunsæir
Breiðablik er án sigurs í fjórum leikjum. „Við vorum að tapa fyrsta leiknum síðan 23. apríl, líka hægt að setja það í þetta samhengi eftir því sem þú horfir á það; hálffullt eða hálftómt. Þú tapar leikjum í þessari deild, það er bara þannig. Lífið er ekki þannig að þú labbir um og ert ósigrandi. Stundum áttu 'off dag'. Það er hægt að mála þetta dökkum litum en líka hægt að mála þetta raunsæjum litum; langt síðan við töpuðum síðast - ellefu leikir án taps fyrir þennan leik. En auðvitað er áhyggjuefni að fá á sig fimm mörk í leik. Við þurfum snarlega að laga það."

„Nei, það fannst mér þeir ekki gera, en það skiptir bara engu máli hvort þeir lásu það eða lásu ekki. Ef þeir nálguðust teiginn okkar þá komust þeir í færi og skoruðu. Þeir voru bara fínir og þéttir, við hefðum kannski getað farið betur og oftar á bakvið þá. En á endanum þá er þetta alltaf bara einstaklingsvarnarleikur inni í vítateig sem fer með þennan leik."


Kannski var vont að hann vantaði í þennan leik
Talandi um þetta, er mikilvægi Damir Muminovic, sem tók út leikbann í dag, svona svakalega mikið?

„Damir er mikilvægur, en við höfum líka fengið á okkur mörk með hann innanborðs. Auðvitað er hann mikilvægur leikmaður en við eigum að geta lifað af án hans í einn leik. Það er bara þannig og fleiri ef svo ber undir. Það er enginn þannig að þú getir ekki lifað af án hans í smá tíma. Kannski var vont að hann vantaði í þennan leik, en ég ætla ekki að fara afsaka mig með því. Við erum með frábæra varnarmenn, en menn voru bara of langt frá mönnunum sínum og ekki á tánum. Þá fer þetta svona," sagði Óskar Hrafn.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner