Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   sun 23. júní 2024 21:59
Haraldur Örn Haraldsson
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kjartan Henry Finnbogason aðstoðarþjálfari FH var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-1 á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

„Já loksins sigur, það er alveg rétt. Ég er bara ánægður með sigurinn, ánægður með stigin þrjú og bara ánægður með að vinna á heimavelli. Það skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur og við sýnum bara þroskaða frammistöðu í dag fannst mér."

FH-ingar náðu í sigurinn en frammistaðan í dag var ekki alltaf sú besta.

„Hún (frammistaðan) var kannski bara svolítið lituð af því eins og þú segir, loksins sigur. Það er búið að vera of fáir sigrar í undanförnum leikjum og við fórum bara, eins og Heimir sagði eftir síðasta leik, að fara í grunnatriðin. Það þýðir þá kannski að við verðum ekki einhverjir 'skemmtikraftar. Við þurftum bara að fara í grunnatriðin og vera svolítið þéttir. Við skorum mark snemma, og sýndum karakter í að koma til baka þegar gott, sprækt Fylkis lið jafnaði leikinn þegar það voru 20 mínútur eftir."

Sindri Kristinn Ólafsson var einnig í viðtali hjá okkur en þar talaði hann um að þessi úrslit myndu segja söguna af því hvað FH ætlaði að gera á þessu móti.

„Alveg jafn mikilvægur (sigur) og allir aðrir þannig. En við erum oft búnir að segja það fyrir leiki að það er núna sem við sýnum hvað við ætlum að gera og svo framvegis. Það kom í dag, og það kom líka bara frá öllu liðinu. Við fengum frábært framlag frá strákunum sem komu inn á, auðvitað Arnór skoraði sem er búinn að vera eilítið meiddur í vikunni. Flott innkoma, Gyrðir flottur, Baldur Kári flottur þegar hann kom inná. Auðvitað Sindri átti stórkostlegar vörslur í fyrri hálfleik og hélt okkur inn í þessu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner