Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 23. júní 2024 21:59
Haraldur Örn Haraldsson
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kjartan Henry Finnbogason aðstoðarþjálfari FH var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-1 á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

„Já loksins sigur, það er alveg rétt. Ég er bara ánægður með sigurinn, ánægður með stigin þrjú og bara ánægður með að vinna á heimavelli. Það skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur og við sýnum bara þroskaða frammistöðu í dag fannst mér."

FH-ingar náðu í sigurinn en frammistaðan í dag var ekki alltaf sú besta.

„Hún (frammistaðan) var kannski bara svolítið lituð af því eins og þú segir, loksins sigur. Það er búið að vera of fáir sigrar í undanförnum leikjum og við fórum bara, eins og Heimir sagði eftir síðasta leik, að fara í grunnatriðin. Það þýðir þá kannski að við verðum ekki einhverjir 'skemmtikraftar. Við þurftum bara að fara í grunnatriðin og vera svolítið þéttir. Við skorum mark snemma, og sýndum karakter í að koma til baka þegar gott, sprækt Fylkis lið jafnaði leikinn þegar það voru 20 mínútur eftir."

Sindri Kristinn Ólafsson var einnig í viðtali hjá okkur en þar talaði hann um að þessi úrslit myndu segja söguna af því hvað FH ætlaði að gera á þessu móti.

„Alveg jafn mikilvægur (sigur) og allir aðrir þannig. En við erum oft búnir að segja það fyrir leiki að það er núna sem við sýnum hvað við ætlum að gera og svo framvegis. Það kom í dag, og það kom líka bara frá öllu liðinu. Við fengum frábært framlag frá strákunum sem komu inn á, auðvitað Arnór skoraði sem er búinn að vera eilítið meiddur í vikunni. Flott innkoma, Gyrðir flottur, Baldur Kári flottur þegar hann kom inná. Auðvitað Sindri átti stórkostlegar vörslur í fyrri hálfleik og hélt okkur inn í þessu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner