Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 23. júní 2025 22:17
Alexander Tonini
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Tvö töpuð stig segir Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðablik
Tvö töpuð stig segir Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson var ekki sérlega ánægður eftir fyrsta jafntefli sumarsins í viðtali við Fótbolti.net eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðablik.

„Miðað við gang leiksins alls ekki sanngjörn úrslit nei, langt því frá en engu að síður er stigið gott á móti Breiðablik, en við eigum að klára leikinn tvö núll og sigla þessu heim" sagði þjálfari Frammara svekktur. 

„Við náttúrlega bara leggjumst aðeins of djúpt og nýtum skyndisóknir og tækifærin okkar ekki nægilega vel í að búa til fleiri færi í síðari hálfleik en svo bara fá þeir gefins vítaspyrnu sem er aldrei vítaspyrna".  

„Hann er ekki að reyna það leyfa þeim að fá þetta en hann sér þetta bara svona og dæmir og fyrir vikið eru hér tvö töpuð stig".


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Fram

En var þetta víti? 

„Ágúst bara hendir sér og fiskar vítið og þetta er kannski óheppilegt, þetta er ekkert sem við ráðum við og eins og ég segi dómarinn sér þetta svona og hann telur að hann hafi orðið fyrir einhverri truflun en hann bara hreinlega hittir ekki boltann og hendir sér bara niður. Þetta er leiðinlegt að sjá og því miður er þetta bara svona og menn verða bara að eiga það við sig sjálfir þeir sem eru að leika sér að þessu. Ágúst er ungur og hefur framtíðina fyrir sér, flottur leikmaður en þetta verður stundum úlfur úlfur þegar menn ætla að leika sér að þessu en ég meina að hann náði stig fyrir liðið lið sitt". 

Rúnar sagðist mjög sáttur með liðið sitt og hefði allan tímann viljað vinna þennan leik. 

„Við eigum að koma okkur í tvö núll, við eigum skot í slá og frákastið fer í Róbert sem setur hann yfir markið og enginn í markinu. Þarna held ég að við hefðum við klárað leikinn með því að komast í tvö núll því að varnarleikur okkur var frábær". 


Athugasemdir
banner
banner
banner