Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   sun 22. júní 2025 16:50
Haraldur Örn Haraldsson
„Eitthvað sem ég sætti mig ekki við sem þjálfari Vestra"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Lélegur fótboltaleikur heilt yfir, við vorum í brasi," sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra, eftir 2-0 tap fyrir FH í dag.


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Vestri

„Fram að markinu gerist ekki neitt. FH liðið steig ekki á okkur, og vildi varla halda í boltann og það gerðist nánast ekki neitt. ´Í heildina er þetta bara gríðarlega úr karakter fyrir Vestra liðið, við unnum engin návígi, við unnum enga seinni bolta, við vorum bara karakters lausir. 

Það var engin rödd í liðinu það var ekkert 'identity' í liðinu. Svo náttúrulega bara köstum við leiknum frá okkur eftir eina mínútu í seinni hálfleik," sagði Davíð.

Vestra liðið hefur átt mjög gott tímabil en spiluðu slakann leik í dag. Davíð virðist sammála þeirri staðhæfingu að þetta hafi verið slakasti leikur Vestra á tímabilinu.

„Það hefur ekkert lið þurft að hafa jafn lítið fyrir því að vinna okkur og FH liðið gerði hérna í dag. Þeir unnu kannski bara leikinn af því þeim langaði þetta meira heldur en Vestra liðinu. Ég held það sé erfitt að leggja puttann á eitthvað meira heldur en það, akkúrat núna. 

Mér fannst leikurinn heilt yfir bara frekar gæðalaus, og þetta var eins og við töluðum um fyrir leik. Við vissum að þetta yrði um baráttu og seinni bolta, baráttuleikur. Við vorum bara ekki tilbúnir í það í dag og ég bara kalla eftir smá svari frá Vestra liðinu, svari frá leikmönnum. Þetta var ólíkt okkur, bara úr karakter, og eitthvað sem ég sætti mig ekki við sem þjálfari þessa liðs," sagði Davíð.

Það vantaði nokkra leikmenn í lið Vestra í dag, en Davíð vill ekki nota það sem afsökun.

„Ég býst bara við að Daði verði klár í næsta leik, auðvitað er Cafu Phete í banni, og Fatai er líka í banni, og Arnór Borg er meiddur líka. Þannig það er auðvitað höggvið í okkar lið en það breytir því ekki að sálin í liðinu var ekki í dag. Sálin í liðinu kemur ekki með Daða Berg, eða Arnóri Borg, eða Cafu, eða Fatai. Hún kemur með liðsheild, og það var ekki að sjá á liðinu í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner