Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   sun 22. júní 2025 22:40
Daníel Smári Magnússon
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Mark og stoðsending frá Gylfa í kvöld. Glimrandi góður.
Mark og stoðsending frá Gylfa í kvöld. Glimrandi góður.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Þetta var bara jafn leikur allan leikinn. Ef að þeir hefðu skorað í stöðunni 2-0 þá hefði þetta bara orðið gríðarlega erfiður leikur. Þetta var erfiður leikur allan leikinn og við vissum það alveg. Við þurftum að gera meira en að spila bara góðan fótbolta, við þurftum að vera solid varnarlega og vera tilbúnir að hlaupa og berjast. Ég held að við höfum bara gert það mjög vel,'' sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Víkings R., eftir 0-2 sigur á KA í Bestu-deild karla í kvöld. Gylfi Þór átti flottan leik þar sem að hann lagði upp og skoraði fyrir gestina.


Lestu um leikinn: KA 0 -  2 Víkingur R.

KA liðið er talsvert neðar en Víkingar, en Gylfi Þór hrósaði þeim og telur liðið eiga meira inni.

„Mér finnst staðan í deildinni ekki vera kannski sanngjörn miðað við hvernig þeir spiluðu í dag. Mér fannst erfitt að spila á móti þeim. Þeir eru góðir varnarlega, sköpuðum ekkert mikið af færum. Skorum eftir fast leikatriði og áttum nokkur önnur færi úr aukaspyrnum eða hornum. En þeir eru góðir í skyndisóknum, eru góðir í að spila á milli sín og koma sér í gegn hratt og þeir eru góðir í að koma boltanum út á kant til að koma krossum inn. Mér fannst varnarmennirnir hjá okkur og eiginlega allt liðið bara verjast krossunum, hornunum og innköstunum hjá þeim bara mjög vel,'' sagði Gylfi Þór.

Víkingar fengu FC Malisheva frá Kósovó í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Hvernig leggst það verkefni í Gylfa?

„Mjög vel bara! Það hefði verið fínt að fá kannski aðeins betra ferðalag út, en held að það sé fínt bara að byrja á útileiknum og koma síðan strax heim og undirbúa sig fyrir seinni leikinn. Alltaf gaman að spila í Evrópu,'' sagði Gylfi.

Víkingar eru í toppsæti Bestu-deildar karla, þrátt fyrir umræðu um að liðið sé kannski eins sterkt og áður. 

„Við vitum það að yfir heilt tímabil þá muntu ekkert spila vel í öllum leikjum, en þú þarft bara að vinna leiki. Þarft að vera góður varnarlega og fá ekki á þig mikið af mörkum. Bara að nýta færin sem að þú færð og síðan bara gæðin í liðinu - við munum örugglega í fleiri leikjum en færri spila vel og kannski stýra leikjunum. Við erum sjálfir sammála um það að við höfum verið að spila vel, en getum verið betri. Við komumst allavega ekkert ofar eins og er en þetta er mjög jafnt, þannig að við verðum bara að halda okkar striki og vinna okkar leiki,'' sagði Gylfi Þór Sigurðsson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir