Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   sun 22. júní 2025 22:20
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Ánægður með frammistöðuna, en svekktur með úrslitin. Eðlilega.
Ánægður með frammistöðuna, en svekktur með úrslitin. Eðlilega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Svekkjandi að tapa. Við spilum virkilega góðan leik og gat ekki beðið um meira frá strákunum. Hvernig "attitude-ið" var, hvernig við spiluðum úti á vellinum var frábært og eina sem vantaði var bara að við skoruðum mörk. Umtalað xG, ég held að okkar sé þrisvar sinnum hærra en hjá Víkingum og er búið að vera þannig í undanförnum leikjum. Í síðasta leik með 22 skot og 30 í leiknum þar á undan, en því miður boltinn ekki nógu oft inn hjá ekkert en það mun koma,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 0-2 tap gegn Víking R. í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 0 -  2 Víkingur R.

KA liðið situr í næst neðsta sæti deildarinnar eftir 12 umferðir og gengur hreint bölvanlega að skora mörk um þessar mundir.

„Ég er bara virkilega ánægður með frammistöðuna. Ánægður með hvernig strákarnir eru að bakka hvorn annan upp, berjast fyrir hvorn annan og taktíkin gekk upp. Þeir ná aldrei að spila í gegnum okkur og ég man held ég ekki eftir einu færi fyrir utan þessi mörk. Fyrra markið er náttúrulega heimsklassa skalli fyrir utan teig, sláin inn - lítið að gera við því. En að vísu brjóta þeir á okkur í aðdragandanum, þess vegna er hann aleinn,'' sagði Hallgrímur.

Þrátt fyrir að útlitið væri svart og staðan slæm að þá var enn kraftur í KA liðinu og menn augljóslega enn að reyna. 

„Það er bara þannig og það sáu allir sem horfðu á leikinn. Við vorum frábærir og nú eru búnir að koma til mín bæði þjálfari Víkings og Gylfi að tala um hvað við séum góðir og óskiljanlegt að við séum þarna. Getum ekki notað það mikið, en það er hrós og við höldum áfram. Ef við höldum þessu áfram, höldum rónni og vinnum vel í okkar málum að þá munu sigrarnir fara að koma,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir