Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 22. júní 2025 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Gylfi innsiglaði sigur Víkings á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 0 - 2 Víkingur R.
0-1 Nikolaj Andreas Hansen ('31 )
0-2 Gylfi Þór Sigurðsson ('69 )
Lestu um leikinn

Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik þegar Víkingur vann KA á Akureyri Í kvöld.

Víkingar komust yfir eftir hálftíma leik. Gylfi tók aukaspyrnu og lyfti boltanum inn á teiginn þar sem Nikolaj Hansen var einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið, sláin inn.

KA fékk færi stuttu síðar en Marcel Römer átti skot sem vörnin át og Hrannar Björn Steingrímsson átti einnig skot en sama niðurstaða.

Bæði lið fengu tækifæri undir lok fyrri hálfleiks til að skora en mörkin urðu ekki fleiri. Í seinni hálfleik voru Víkingar að skapa sér hættulegri færi og Gylfi Þór tryggði Víkingum sigurinn þegar hann negldi boltanum í nærhornið.

Víkingur er á toppnum með 26 stig, fjórum stigum á undan Breiðabliki sem mætir Fram á morgun. KA er í næst neðsta sæti með 12 stig, stigi frá öruggu sæti.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 14 6 3 5 25 - 25 0 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
8.    KR 14 4 4 6 35 - 36 -1 16
9.    FH 14 4 3 7 20 - 20 0 15
10.    ÍBV 14 4 3 7 13 - 21 -8 15
11.    KA 14 4 3 7 14 - 26 -12 15
12.    ÍA 14 4 0 10 15 - 32 -17 12
Athugasemdir
banner
banner