Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   lau 21. júní 2025 20:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brann tapaði gegn meisturunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann töpuðu gegn Bodö/Glimt á útivelli í norsku deildinni í dag.

Bodö/Glimt náði 2-0 forystu í hálfleik og innsigluðu 3-0 sigur með marki strax í upphafi seinni hálfleiks.

Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann en Freyr skipti honum af velli eftir rúmlega klukkutíma leik.

Brann er í 2. sæti með 23 stig eftir 12 umferðir. Liðið er sex stigum á eftir toppliði Viking. Bodö/Glimt er ríkjandi meistari en liðið er í 4. sæti með 19 stig en á tvo leiki til góða.
Athugasemdir