Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 21. júní 2025 20:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Kristinn: Formið á henni er ekkert eðlilegt
Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst
Kvenaboltinn
'Það er í augum hvers og eins hvað gæði eru'
'Það er í augum hvers og eins hvað gæði eru'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þess vegna er ég alveg ógeðslega og stoltur með stelpurnar, hvernig þær keyrðu þennan leik í 90 mínútur, og hvernig sumar gerðu það skil ég ekki'
'Þess vegna er ég alveg ógeðslega og stoltur með stelpurnar, hvernig þær keyrðu þennan leik í 90 mínútur, og hvernig sumar gerðu það skil ég ekki'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var frábært að byrja seinni hálfleikinn svona, við höfum verið svolítið ósátt með sjálfa okkur í undanförnum leikjum hvernig við höfum byrjað háflleikina, og þetta var frábært svar frá liðinu. Þær komu mjög öflugar inn í seinni hálfleikinn og náðu þessu mikilvæga þriðja marki," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir sigurleik gegn Víkingi í 10. umferð Bestu deildarinnar.

„Ég get trúað því að þetta hafi verið mikil skemmtun, mér fannst vera líf í þessu og gæði... það er í augum hvers og eins hvað gæði eru. Þetta var barátta, hvorugt liðið ætlaði að gefa eftir, langaði að fara með sigurinn inn í EM pásuna. Flott Víkingslið, en það er búin að vera aðeins brekka búin að vera hjá þeim, eins og hjá okkur, það gerist hjá góðum liðum líka. Mér finnst þetta frábært lið, leikmenn sem geta refsað, þess vegna er þetta risasigur fyrir okkur."

Lestu um leikinn: Þór/KA 4 -  1 Víkingur R.

Jói er ánægður með að skora fjögur mörk í dag, en það hefur gengið erfiðlega að skora í síðustu leikjum. „Fyrir þennan leik þá er liðið okkar algjörlega á hækjum og í fatla, við höfum spilað á alltof mörgum leikmönnum án þess að geta hvílt. Það eru eymsli hér og þar, orkan var ekki mikil. Þess vegna er ég alveg ógeðslega og stoltur með stelpurnar, hvernig þær keyrðu þennan leik í 90 mínútur, og hvernig sumar gerðu það skil ég ekki."

Jói var sérstaklega spurður út í fjóra leikmenn og má sjá hans svör við þeim spurningum í spilaranum efst. Einn af þeim leikmönnum sem spurt var út í var fyrirliðinn Sandra María Jessen sem er á leiðinni á EM með íslenska landsliðinu.

„Gott fyrir hana að skora, ég ætla að vera alveg heiðarlegur með það að hún er búin að spila of mikið. En við vitum að framundan eru gæðastundir með landsliðinu þar sem er toppfólk í öllum stöðum, sýndist þetta vera rúmlega maður á mann í starfsfólkinu. Hún getur slakað á næstu daga og fengið dekur," sagði Jói sem íhugaði að taka Söndru af velli þegar um 20 mínútur voru eftir, en úr varð að hann gerði það ekki. „Þetta er ekkert eðlilegt formið á henni, það sem hún er búin að klára í háákefðar sprettum í síðustu fjórum leikjum er ekkert heilbrigt."

Í viðtalinu ræddi Jói um styrktarþjálfarann Sigurbjörn Bjarnason og hans göldrótta styrktarprógramm, U20 lið Þórs/KA, komandi félagaskiptaglugga, gerði upp fyrstu tíu umferðirnar og ræddi framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner