Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   sun 22. júní 2025 17:04
Haraldur Örn Haraldsson
Sigurður Bjartur: Þeir þurfa greinilega að hafa meiri trú á mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við vera með fulla stjórn á leiknum, nánast frá fyrstu mínútu," sagði Sigurður Bjartur Hallsson leikmaður FH eftir 2-0 sigur á Vestra í dag.


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Vestri

„Við leyfðum þeim að hafa boltann og í raun og veru stýrðum leiknum þannig, og beittum skyndisóknum. Mér fannst þeir ráðalausir þegar þeir þurftu að stýra leiknum," sagði Sigurður.

Sigurður skoraði fyrsta mark leiksins, en það var af dýrari gerðinni. Hann segir að þetta gæti verið með betri mörkum sem hann hefur skorað á ferlinum.

„Þetta er með þeim, þetta er klárlega með þeim. Líklega besta markið," sagði Sigurður en fagnaðarlætin hjá liðsfélögunum voru slík að þeir trúðu ekki hvað hafði gerst.

„Þeir þurfa greinilega að hafa meiri trú á mér," segir Sigurður og hlær.

Eftir að FH skoraði þetta fyrsta mark, þá var sigurinn í raun aldrei í hættu.

„Mér finnst þetta vera lenskan þegar við komumst yfir á Kaplakrika, það er rosalega erfitt að komast til baka gegn okkur. Við erum góðir í að loka leikjunum, það er bara einn leikur þar sem við höfum fengið á okkur mark. Það var á móti KR, og við vorum hálfan leikinn einum færri.

Þannig það er ógeðslega erfitt að spila á móti okkur. Við þurfum bara að finna leið til að spila eins á útivelli. Því við erum geðveikt góðir hérna á heimavelli," sagði Sigurður.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner