Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 21. júní 2025 23:00
Sölvi Haraldsson
Halli Hróðmars: Töpuðum sanngjarnt
Lengjudeildin
Halli Hróðmars.
Halli Hróðmars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er grautfúll. Við vorum ekkert sérstakir í þessum leik. En fjöldin af einstaklingsmistökum var okkur ansi dýr í dag. Þegar við náðum að setja mörk á þá og gera leik úr þessu þá skora þeir innan við mínútu síðar í bæði skiptin. En við vissum það að við erum með ungt og reynslulítið lið. Það var vitað að það myndu koma hauskúpudagar þannig við þurfum að nýta þetta til að læra af og bæta okkur.“ sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leik hans manna við Völsung í dag sem fór 4-2 fyrir Húsvíkingum.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  4 Völsungur

Meðalaldur byrjunarliðs Grindvíkinga var 23 ára og 18 ára á bekknum. Spilaði reynsluleysið inn í þetta í dag?

„Ég veit það ekki. Tilfinningin mín var sú að með aðeins meiri kænsku og leiki á bakinu að þá hefðum við komið okkur út úr aðstæðunum áður en þær eru of erfiðar. Ef að það mekar sens. Við þurfum að vera klókari, miklu klókari. Það kemur bara með spiluðum leikjum. Ég ætla þess að mínir menn verða æstir í það að svara þessu í næsta leik. En þetta er þungt í dag. Mjög þungt.“

Hvar tapaðist leikurinn og hvað hefði Grindavík þurft að gera betur í dag?

„Við hefðum átt að skora úr dauðafærunum sem við fáum í stöðunni 0-0. Við fáum algjör dauðafæri einn á móti markmanni og fyrir opnu marki. Klikkum á því, þeir skora eftir að leikmaður hjá mér rennur með boltann. Þá fannst mér menn stressast svolítið og leið illa og urðu litlir í sér. Við náðum aðeins að herða okkur í hálfleik. Seinni hálfleikurinn náttúrulega bara fer fram á vallarhelmingi Völsungs. En við sköpum okkur samt ekkert. Það er ýmislegt sem ég er óánægður með akkúrat núna.“

Grindavík fékk á sig ansi klaufaleg mörk sem Halli var ekki ánægður með.

„Tek ekkert af þeim. Virkilega flott hjá Völsungi og þeir eru búnir að standa sig vel í sumar. Ég ætla ekki að tala niður til þeirra að nokkru leyti en ég er að enga síður sammála því. Við vissum hvaða styrkeika þeir hafa, við vissum af hraðanum í Jakobi og við vissum að það væru ákveðnir staðir sem við mættum ekki tapa boltanum og hvað myndi gerast ef við myndum tapa honum. En við náum ekki að koma í veg fyrir það og töpuðum sanngjarnt.“

Hvernig lýst Halla á framhaldið og þessa byrjun?

„Bara vel. Við erum í ferli að reyna að vera betri og læra af hverjum leik. Það verður stórlærdómur sem menn vonandi draga af þessu. Fullt gott í þessum leik líka. Tek það ekki af mínum mönnum að það var ekki uppgjöf eða neitt þannig. Fáum Adam núna inn, búnir að sakna hans, við erum ánægðir með það. Við erum alltaf spenntir að spila við liðin og hvað þá toppliðið á útivelli.“ sagði Halli að lokum.

Viðtalið við Harald má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner