Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   sun 22. júní 2025 22:09
Daníel Smári Magnússon
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
Sölvi Geir fer sáttur með þrjú stig í pokanum frá Akureyri í kvöld.
Sölvi Geir fer sáttur með þrjú stig í pokanum frá Akureyri í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara mjög sáttur með frammistöðu liðsins, að mestu leyti. Mér fannst við sérstaklega massífir varnarlega séð. KA menn voru að senda langa bolta inn í teiginn og mikið af krossum á okkur. Varnarmennirnir stóðu sig sérstaklega vel í að hreinsa alla bolta, ég er virkilega sáttur með hvernig þeir vörðu teiginn sinn. Annars var þetta bara vel gert hjá okkur, komumst yfir með góðu marki úr aukaspyrnu og síðan fannst mér aldrei hætta í þessu. Bara solid, sigldum þessu heim og tókum svosem engar áhættur eftir það. Koma norður, taka þrju stig og drulla okkur aftur heim,'' sagði brosandi  Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings R. eftir 2-0 sigur á KA í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 0 -  2 Víkingur R.

Oliver Ekroth og Gunnar Vatnhamar skölluðu ófáa boltana í burtu frá vítateig Víkinga og virtust hreinlega njóta þess að verjast. Það er oft talað um að það sé hverfandi eiginleiki í nútímafótbolta - en greinilega ekki!

„Ég hefði samt sem áður verið til í að við kæmum í veg fyrir þessa krossa, kannski fullmargir krossar sem að við vorum að fá á okkur, en við erum með stóra, öfluga og sterka varnarmenn og bara fílum það ef að boltinn kemur inná teig að þá bara sköllum við hann í burtu. Það koma móment þar sem að þú þarft bara aðeins að liggja og verja markið þitt. Það á bara að vera skemmtilegt líka,'' sagði Sölvi.

Víkingar tróna á toppi Bestu-deildar karla, en umræðan hefur þó verið þannig að meira búi í liðinu. Er eitthvað til í því?

„Það er bara frábært ef að þú ert á toppnum og átt helling eftir inni! Við erum svosem alltaf að vinna í því að bæta okkar leik og erum ekkert endilega að spá í því hvort að við eigum eitthvað meira inni eða ekki. Við erum bara alltaf að reyna að bæta okkur á hinum og þessum sviðum leiksins og það gengur bara ágætlega. Þannig að við höldum bara áfram og vonandi eigum við bara hellings inni,'' sagði Sölvi Geir.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner